Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1987, Page 11

Ægir - 01.11.1987, Page 11
11/87 ÆGIR 627 3- Menntun, rannsóknir o.fl. Eins og drepið hefur verið á hér á þessum vettvangi áður hefur 'engi ríkt tómlæti um menntun- arrnál í sjávarútvegi. Af þeim ástæðum var skipuð nefnd á vegum menntamálaráðherra og sjávarútvegsráðherra árið 1986 sem gera skyldi tillögur um sam- einingu Stýrimannaskólans, Vél- skólans og Fiskvinnsluskólans í einn sjávarútvegsskóla. Sjávarút- vegsráðuneytið mun leggja áherslu á að þessu starfi verði haldið áfram í samvinnu við ^lenntamálaráðuneytið. Það er Urnhugsunarefni að á sama tíma °g óheimilt er að skera hár eða tengja rafljós nema hafa tilskilin Próf og réttindi, eru engar fag- ^egar lágmarkskröfur gerðar til hestra þeirra sem starfa við fisk- v'nnslu, sem er þó okkar undir- stöðuatvinnuvegur. Fyrirtveimur árum var Starfsfræðslunefnd fisk- v'nnslunnar komið á fót. Skyldi hún annast eftirmenntunarnám- sheið fyrir fiskvinnslufólk, sem 'eitt gætu til launahækkunar og ^eira atvinnuöryggis. Nú hafa Vfir þrjú þúsund manns lokið hessum námskeiðum. Verka- ^ðnnasambandið telur að þau hafi haft mikla þýðingu fyrir fisk- v'nnslufólk og Vinnuveitenda- Sambandið hefur látið í Ijós að hau hafi leitt til framleiðniaukn- 'ngar. í haust var tekið upp það nýmæli að skipuleggja og halda sérstök námskeið fyrir verkstjóra í f'skvinnslu og hafa fyrstu tvö námskeiðin þegar verið haldin. hndurmenntunarmálin verða uhki rekin til lengdarmeð þessum h^etti. Þau þurfa að skipa veg- ýgan sess í væntanlegum sjávar- útvegsskóla. Rannsóknir á ástandi fiskstofna eru án efa hornsteinn fiskveiði- stefnunnar. Þrátt fyrir ágreining um aðferðir við stjórn fiskveiða „Mengun hafsins af olíu, rusli og geislavirkum efnum er vaxandi vandamál. Nýleg frétt í sjónvarpi um plastúr- gang á fjörum sýndi á slá- andi hátt aö viö erum langt frá þvíaö vera til fyrirmyndar varðandi losun sorps úrfiski- skipum. Dauöi Eystrasaltsog síhrakandi ástand lífríkis í Noröursjó er víti til varnaö- ar". eru flestir sammála því að taka beri fullt tillit til ráðlegginga Haf- rannsóknastofnunar um hámarks- afla. Fullyrða má að möguleikar vísindamanna okkartil að meta af nákvæmni ástand sjávar og fisk- stofna eru nú meiri en áður. Undanfarið hafa atvinnuvegirnir í vaxandi mæli borið kostnað af hagnýtum rannsóknum. Rekstur Hafrannsóknastofnunar er lang- stærsti kostnaðarliðuráfjárlögum á sviði Sjávarútvegsráðuneytis- ins. Skipulag þessara rannsókna og fjármögnun skiptir því miklu máli. Sú spurninghlýturaðvakna hvort sjávarútvegurinn eigi ekki að leggja fram fé til aukinna rann- sókna, þannig að tryggt verði að við séum í fremstu röð á sviði sjáv- arrannsókna. Verulegt fjármagn vantar til að svo geti talist. Fyrir- komulag þeirra greiðslna hlýtur þó að verða með öðrum hætti í sjávarútvegi en öðrum atvinnu- greinum, enda beinast rannsókn- irnar að sameiginlegri auðlind og því sjaldnast hægt að benda á að þær nýtist einu fyrirtæki öðrum fremur. Mengun hafsinsafolíu, rusli og geislavirkum efnum er vaxandi

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.