Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1987, Page 12

Ægir - 01.11.1987, Page 12
628 ÆGIR 11/87 vandamál. Nýleg frétt í sjónvarpi um plastúrgang á fjörum sýndi á sláandi hátt að við erum langt frá því að vera til fyrirmyndar varð- andi losun sorps frá fiskiskipum. Dauði Eystrasaltsins og síhrak- andi ástand lífríkis í Norðursjó eru víti til varnaðar. Við höfum sérstöðu sem mun e.t.v. leiða til hækkandi verðs á íslenskum sjáv- arafurðum ef við höldum vöku okkar. Á nýafstöðnum fundi sjáv- arútvegsráðherra Norðurland- anna var samþykkt ályktun um mengun sjávar. Ráðherrarnir lýstu þar áhyggjum yfir mengun hafsins sem m.a. orsakast af af- rennsli hættulegra efna, úrgangi sem er hent og brennslu úrgangs- efna á hafi úti. Ennfremur er lagt hart að breskum stjórnvöldum að hætta við áætlun um endur- vinnslustöðfyrir kjarnorkuúrgang í Dounreay í Skotlandi og verður því komið formlega á framfæri. Sérstök ástæða er til að fylgjast „MikHvægt er að finna leiöir til aö gera verðmæti úr þeim úrgangi sem til fellur viö vinnslu á helstu nytjafiskum okkar. Hér má fyrst nefna úrgang úr frystitogurum sem henda yfir 60% af þyngd þess afla sem þeir draga úr sjó, og einnig úrgang frá skelfiskverksmiöjum, sem er meira en 2A af innvigtuöum afla". mjög vandlega með þróun mála í Dounreay af hálfu íslenskra stjórnvalda. Það er sláandi stað- reynd að fjarlægð til íslands frá væntanlegri endurvinnslustöð er mun minni en til flestra þeirra ríkja er losna vilja við kjarnorku- úrgang í fyrirhugaða stöð. 4. Nýjar greinar og fullnýting afla Oft eru erfiðleikar uppspretta nýjunga og framfara. Þegar þrengir að hefðbundinni start- semi eru menn neyddirtil að letta nýrra úrræða. Þannig er Ijóst a veiðitakmarkanir síðustu ára ha a beint og óbeint stuðlað a bættum gæðum og þróun ýmissa nýjunga í sjávarútvegi. Hvar síldarinnar leiddi til loðnuveiða ' upphafi síðasta áratugar. Ta markanir á þorskveiði urðu hvatm ingtil meiri karfa-og ufsaveiði. síðustu árum hefur kvótaker i augljóslega beint mörgum 1 úthafsrækjuveiðar. Ennfremu eru hörpudisk- og langlúruvei a og nú síðast veiðar á kúfiski og gulllaxi tilkomnar af svipuðu111 ástæðum. Nú fara fram athyg verðar tilraunaveiðar og tilrauna sala á beitukóngi, ígulkerjum 0 sæbjúgum og lofa allar þessar '

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.