Ægir - 01.11.1987, Side 18
634
ÆGIR
fiskveiðum, -vinnslu og loks í
báðum greinunum saman.
Flest bendir til að hagur sjávar-
útvegs haldi áfram að versna á
næstu mánuðum. í fyrsta lagi er
líklegt að innlendur kostnaður
hækki verulega vegna mikillar
verðbólgu. í öðru lagi er fyrir-
hugað að leggja launaskatt á
sjávarútveg og draga úr endur-
greiðslu á uppsöfnuðum sölu-
skatti. í þriðja lagi er ólíklegt að
markaðsverð sjávarafurða er-
lendis hækki umtalsvert á næst-
unni. í fjórða lagi er líklegt að
gengi dollarans verði áfram veikt.
Síðast en ekki síst er vakin athygli
á því að minni afli á næsta ári
felur auðvitað í sér lakari rekstrar-
skilyrði.
Þær áætlanir um hag sjávarút-
vegs, sem hér hefur verið drepið
á, eru eins og jafnan áður með
ýmsum fyrirvörum. Þessir fyrir-
varar hafa oft verið tíundaðir
rækilega við ýmis tækifæri. Þess
vegna ætla ég ekki að endurtaka
þá hér.
Afkoman og góðærið
Eins og við var að búast hefur
góðærið því að hluta komið fram
í þessum tölum. Það vekur hins
vegar athygli, að slík umskipti á
rekstrarskilyrðum, sem hér var
lýst, hafi ekki skilað betri afkomu
til sjávarútvegsins en raun ber
vitni. Margar ástæður eru auð-
vitað fyrir þessu. Mestu skiptir þó
líklega aðekki hefurenn tekist að
koma á skipulegri sveiflujöfnun
innan sjávarútvegsins sem ein-
hverju verulegu máli skiptir.
Til þess að koma í veg fyrir
þenslu af völdum hagstæðra skil-
yrða í sjávarútvegi eru einkum
tvær leiðir færar. Sú fyrri er að
hækka raungengið, sem felst í
hlutfallslega meiri verð- og kostn-
aðarhækkunum innanlands en
erlendis, og draga þannig úr
afkomubatanum. Þetta gerist
þannig að innlent verðlag og
„Sjávarútvegur hefur gengið
í gegnum mikið breytinga-
skeið síðastliðin tvö til þrjú
ár. Samhliða góðærinu hafa
nýjar aðferðir við fiskveiði-
stjórn verið teknar upp.
Þessarnýju aðferðir hafa haft
mikil áhrifá sókn og útgerð-
arhætti. Jafnframt hefur
starfsumhverfi sjávarútvegs
breyst við tilkomu fiskmark-
aðanna".
kostnaður hækkar meira en verð-
lag erlendis og gengið er ekki
lækkað til að mæta þessum mis-
mun. Síðari leiðin byggist á því
að hvetja fyrirtækin til þess að
mæta hagstæðu árferði með því
að leggja fé til hliðar og greiða
örar niður skuldir, þ.e.a.s. fyrir-
tækin bæti eiginfjárstöðuna.
Þessi leið felur því í sér
sveiflujöfnun með þeim hætti að í
góðæri eflast fyrirtækin verulega
en í hallæri gengur á sjóði þeirra.
Slíka sveiflujöfnun má auðvitað
hugsa sér með margvíslegum
11/87
hætti. Ekki vinnst tími til að ræða
ítarlega mismunandi leiðir 1
þessu efni. Hér á eftir verða þ°
nokkrar hugmyndir nefndar.
í fyrsta lagi mætti freista þess a
efla Verðjöfnunarsjóð fiskiðnað-
arins, sem nú er ætlað það hlut-
verk að draga úr áhrifum sveiflna
í verði sjávarafurða á erlendum
mörkuðum, því hann hefur '
reynd ekki verið þess megnugur
að draga verulega úr sveiflum 1
sjávarútvegi og þjóðarbúinu-
Þetta mætti gera með ýmsum
hætti. í því sambandi má meða
annars nefna að almenn efna
hagsstjórn tæki meira mið af Þv'
að skapa skilyrði til þess að gre|l
verði í sjóðinn íhagstæðu árferð'•
Jafnframt þyrfti auðvitað að
því fast eftir að greitt væri í sjó
inn þegarmarkaðsverðerhátt. 1
álita kæmi ennfremur að breyta
núverandi tilhögun á þann vega
hvert fyrirtæki hefði eigin reikn
ing í sjóðnum í stað þess að sa na
í sameiginlegan sjóð fyrir hvepa
grein. f
í öðru lagi mætti athuga hvo
unnt væri að leggja Verðjö n
unarsjóðinn niður en á m
Mynd 2
Aflaverömæti 1980 -1988
Vísitölur 1980 = 100