Ægir - 01.11.1987, Side 22
638
ÆGIR
bundnar fiskirannsóknir árið
1931 og var Árni Friðriksson
fiskifræðingur félagsins frá 1.
janúar sama ár. Meginverkefni
Árna voru rannsóknir á þorski og
síld. í þorskrannsóknunum hélt
hann áfram þeim rannsóknum er
danski fiskifræðingurinn Vedel
Taaning hóf árið 1928 og beind-
ust þær einkum að athugunum á
missterkum árgöngum í aflanum
og áhrifum þeirra á aflabrögð
næstu ára. Síldarrannsóknir hans
snerust fljótlega að samhenginu á
milli síldar og átumergðar. Leit
hans að hrygningarstöðvum ís-
lensku vorgotssíldarinnar við
Suðvesturland árin 1935 og 1936
báru engan árangur og þá fæddist
með honum sú hugmynd að meg-
inhluti hinnar svokölluðu Norð-
urlandssíldar væri af norskum
uppruna og hrygndi við Noreg.
Færði hann að því mörg rök í bók
sinni um Norðurlandssíldina sem
út kom árið 1944. Ekki voru þó
allir starfsfélagar hans trúaðir á
þessa tilgátu, en að stríðinu loknu
hófst Árni handa um víðtækar
síldarmerkingar bæði við ísland
og Noreg í samvinnu við norska
fiskifræðinga og endurheimtur
næstu árin sönnuðu kenningu
Árna svo að ekki varð um villst.
Síðari hluta fjórða áratugarins
lagði Árni æ meiri áherslu á að
rannsaka áhrif væntanlegrar lok-
unar Faxaflóa, en hugmyndin um
að friða flóann hafði þegar komið
fram árið 1867. Aðeins vantaði
herslumuninn á að tækist að
ganga frá málinu áður en stríðið
braust út 1939. Að því loknu var
málið tekið fyrir að nýju hjá
Alþjóðahafrannsóknaráðinu, sem
lagði eindregið til að Faxaflóa
yrði lokað fyrir öllum togveiðum
í tilraunaskyni í ákveðinn ára-
fjölda, en þá skarst breska ríkis-
stjórnin úr leik og friðunarmál
íslendinga tóku aðra stefnu, svo
sem kunnugt er.
Síldveiðin brást á miðju sumri
1935 og jók það mjög áhuga tog-
aramanna á karfaveiðum. Árin
1936 og 1937 voru því farnir
nokkrir leiðangrar í þessu skyni á
varðskipinu Þór undir stjórn
þeirra Árna Friðrikssonar og
Finns Guðmundssonar og tókst
að fá allgóða mynd af útbreiðslu
karfans við ísland.
Haustið 1937 tók Atvinnudeild
háskólans til starfa og var Árni
skipaður forstöðumaður Fiski-
11/87
deildar. Voru starfsmenn sex að
tölu, þar af tveir sérfræðingar,
aldarfjórðungi síðar var
starfsliðið 23 menn og af þeim h
sérfræðingar. í byrjun árs 198/
voru sérfræðingar 42, en starfs-
fólk alls 108 og af þeim voru 31 í
áhöfnum þriggja rannsóknaskip3
stofnunarinnar.
Árið 1954 gerðist Árni fram-
kvæmdastjóri Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins og tók þá greinar-