Ægir - 01.11.1987, Page 23
'1/87
ÆGIR
639
höfundur við starfi hans sem for-
stöðumaður FiskideiIdar og síðar
sem forstjóri Hafrannsókna-
stofnunar árið 1965.
Að lokinni síðari heimsstyrjöld
hljóp mikil gróska í íslenskar haf-
fannsóknir. Fóru margirtil náms í
þessum fræðum, aðallega á
Norðurlöndum, á Bretlands-
eyjum og í Vestur-Þýskalandi og
fékk stofnunin á þann hátt mun
alþjóðlegra yfirbragð en tilsvar-
andi stofnanir í nágrannalöndun-
um. Tókst þannig að nýta sér-
fræðiþekkingu hinna einstöku
háskóla og smátt og smátt náði
rannsóknastarfsemin yfir flestallar
greinar hafrannsókna, en fyrst og
fremst var hugað að hagnýtum
árangri varðandi veiðarnar og
eins ráðgjöf til stjórnvalda varð-
andi skynsamlegasta nýtingu
'slenskra nytjastofna.
Smátt og smátt jókst þekking
okkar varðandi áhrif umhverfis-
'ns á hegðun og útbreiðslu ein-
stakra tegunda og ekki síður áhrif
veiðanna á þær.
Árið 1947 voru hafnar kerfis-
bundnar sjórannsóknir á íslands-
miðum og fylgst náið með haf-
straumum, hitastigi og seltu auk
athugana á uppleystum nær-
ingarefnum sjávar. Þessar niður-
stöður voru síðan tengdar fiski-
göngum ogýmsum líffræðilegum
atriðum, svo sem vaxtarhraða,
kynþroska o.fl. Á þennan hátt
tókst t.d. að skýra ýmis atriði
varðandi göngur síldar úti af
Norður- og Austurlandi.
Rannsóknirá plöntusvifi hófust
nokkru síðar og gáfu skýra mynd
af framleiðslugetu einstakra haf-
svæða umhverfis landið og var
reynt að tengja þær við heildar-
framleiðslu íslenska hafsvæðis-
ins.
Athuganir á dýrasvifi voru í
tengslum við síldarrannsóknirn-
ar, en náið samhengi fannst á
milli mergðar af rauðátu og síld-
argangna. Skýrðu þessar rann-
sóknir ýmislegt varðandi hegðun
síldarinnar.
Á áttunda áratugnum voru
hafnar rannsóknir á jarðfræði
landgrunnsins og beindust þær
þegar í upphafi að hagnýtum
verkefnum.
Teknar voru upp kerfisbundnar
rannsóknir á rækju, humri,
hörpudiski og fleiri tegundum
hryggleysingja og í byrjun sjö-
unda áratugarins voru farnir leið-
angrar til leitar að nýjum rækju-
miðum, sem skiluðu umtals-
verðum árangri. Á sama hátt
fundust mörg ný hörpudiskamið.
Árið 1953 var sett Asdictæki til
síldarleitar um borð í varðskipið
Ægi og jafnframt sköpuð aðstaða
til fiskirannsókna um borð í skip-
inu ogáriðeftir hófst kerfisbundin
síldarleit þótt smá væri í sniðum
fyrstu árin.
Sumarið 1955 voru gerðar síld-
veiðitilraunir í sambandi við leit
Ægis og var það upphafið að
hinni miklu tæknibyltingu í veið-
unum. Árið áður höfðu frumstæð
„asdictæki" verið sett í fimm
báta. Veiðiskipin fóru nú sjálf að
leita síldarinnar og að kasta á
torfur sem ekki óðu. Eftir að kraft-
blökkin kom til sögunnar varfarið
að kasta nótinni beint frá skipinu
og var þeirri tækniþróun lokið í
kringum 1960.
Árin 1952-56 byggðist síldar-
leitin og síldarrannsóknirnar mest
á kerfisbundinni yfirferð um allt
síldveiðisvæðið til þess að fá sem
besta heildarmynd af hugsan-
legum veiðimöguleikum. Frá
árinu 1957 og þar til yfir lauk tólf
árum síðar varð síldarleitin æ
þýðingarmeiri fyrir veiðiflotann
og auk Ægis voru venjulega tvö
önnur skip sem önnuðust leitina.
Ekki leikur vafi á því að pen-
ingum þeim sem veitt var til leit-
arinnar var vel varið, en erfitt að
meta árangurinn til fjár. Þó má
nefna að veiðin í júní á árunum
1957-67 byggðistað miklu leyti á
athugunum rannsóknaskipanna
en heildarsíldveiðin í júní á þessu
tímabili nam alls um 530 þús.
tonnum. Eins var veiðin á vetrar-
stöðvum síldarinnar úti af Suð-
austurlandi að miklu leyti
árangur síldarleitarinnar.
Á árunum 1955-62 voru farnir
margir leiðangrar til þess að leita
að nýjum fiskimiðum og fundust
þá m.a. Jónsmiðog Fylkismiðvið
Austur-Grænland og urðu mikill
búhnykkur fyrir togaraútgerðina,