Ægir - 01.11.1987, Page 25
11/87
ÆGIR
641
Sjómenn og útgerðarmenn
kostuðu að miklu leyti byggingu
rannsóknaskipsins Árna Friðriks-
sonar er kom í gagnið árið 1967.
I lok ársins 1970 kom hið nýja
rannsóknaskip Bjarni Sæmunds-
son og vænkaðist þá mjög hagur
rannsóknanna og voru tekin upp
ýmis verkefni sem ekki hafði
verið hægt að sinna. Áður hafði
stofnunin fengið togarann Hafþór
til umráða og árið 1973 keypti
hún mótorbát, sem fékk nafnið
Dröfn og var það skip aðallega
notað til rannsókna á rækju,
humri og hörpudiski. Loks eign-
aðist stofnunin togarann Baldur,
sem nefndur var Hafþór, stórt
skip og afkastamikið. Baldur tók
þátt í þorskastríðinu við Breta og
gat sér þar gott orð, en nýttist
stofnuninni ekki alls kostarog var
að lokum seldur á leigu til
rækjuveiða. í árslok 1984 eign-
aðist stofnunin svo 105 tonna
skutbyggt stálskip, Otto Wathne,
sem fékk nafnið Dröfn og kom í
stað gamla skipsins með sama
nafni.
Árið 1970 var hafist handa um
hinar s.k. ungfiskarannsóknir,
þar sem mæld er mergð og
útbreiðsla hinna ýmsu tegunda
nytjafiska á fyrsta ári og var
einkum ætlað til þess að leggja
tölfræðilegt mat á stærð hinna
einstöku árganga. í byrjun tóku
fleiri þjóðir þátt í þessu, en hættu
fljótlega og hafa þessar rann-
sóknir síðan verið alfarið í
höndum íslendinga.
Árið 1974 var sett upp fyrsta
útibú stofnunarinnar á Húsavík
og síðan bættust við útibú á ísa-
firði, Hornafirði, Ólafsvík og
Vestmannaeyjum. Gegna þessi
útibú þýðingarmiklu hlutverki
varðandi gagnasöfnun og til þess
að afla almennra upplýsinga um
gang veiðanna í ýmsum lands-
hlutum.
Höfundur er fiskifræðingur og fyrrv.
forstöðumaður Hafrannsóknastofn-
unar.
ÆGIR
minnir á aö nú
fæst
ÚTVEGUR
1986
hjá
Fiskifélagi íslands
Sími 10500
Höfn Ingólfsstræti