Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1990, Blaðsíða 20

Ægir - 01.10.1990, Blaðsíða 20
524 ÆGIR 10/90 til sjávarútvegs með innlendum kjörum jukust verulega árið 1982. Ástæðan er sú að allt árið 1982 og fram til 21. september árið 1983 voru öll afurðalán óverðtryggð. Gylti einu hvort hér var um að ræða lán vegna útflutningsafurða eða annarra afurða. Ekki voru tök á að skipta skuldum á milli veiða annars vegar og vinnslu hins vegar. Yfirlitið hér fyrir neðan sýnir breytingar eigna- og skuldastöðu sjávarútvegs ári 1986-1989 eins og hún hefir verið hvert ár fyrir sig. Hér er um gróft mat að ræða bæði á eigna- og skuldastöðu greinarinnar. Þó er Ijóst að veruleg aukning hefur orðið á eignum og skuldum sjávarútvegs árin 1986 til 1989 þegar miðað er við fast verðlag. Þannig hafa eignir sjávar- útvegs aukist um 15% á föstu verðlagi á meðan skuldirnar hafa aukist um 35%. Afleiðingin hefur orðið lækkað eiginfjárhIutfalI eins og sjá má á töflunni hér að neðan Lækkað eiginfjárhlutfall getur átt sér eðlilegar skýringar og hlýtur að vera samfara fjárfestingu sem er að miklu leyti fjármögnuð með láns- fé. Meiri ástæða er til að hafa áhyggjur af hreinu eiginfé en breytingar á því geta þó átt rætur sínar að rekja til þess misgengis sem getur verið á milli verðbreyt- inga eigna og skulda. Á þetta einkum við þegar mikill munur er á innlendri verðlagsþróun og breytingum á gengi erlendra gjald- miðla þar sem meirihluti skulda sjávarútvegs er í erlendum gjald- eyri. Lækkun á gengi íslenskrar krónu hefur því þau áhrif að eigið fé rýrnar a.m.k. um stundarsakir þó sú aðgerð sé til að bæta rekstrarafkomu og eiginfjárstöðu þegar fram líða stundir. Sá mögu- leiki er einnig fyrir hendi að gengisfelling geti hreinlega valdið bókhaldslegu gjaldþroti greinar- innar. Auknum skuldum fylgir aukin greiðslubyrði vegna vaxta og afborgana. Breyting á fjármagns- kostnaði er því bein afleiðing breyttrar skuldastöðu og breytinga á vöxtum. í tilviki sjávarútvegs virðist eins og komið hefur fram nærri ógerlegt að hafa áhrif á vext- ina þar sem lán til greinarinnar eru að miklu leyti af erlendum toga spunnin. Hluta af þeim þráláta rekstrarvanda sem sjávarútvegur- inn hefur átt við að glíma virðist því mega rekja til aukninga á skuldum án þess að samsvarandi tekjuauki hafi fylgt í kjölfarið til að standa undir hærri afborgunum og vöxtum af nýjum lánum, þar sem auknar skuldir hafa verið fylgi- fiskur aukinnar fjárfestingar en ekki vegna viðvarandi halla- reksturs, fjármögnuðum með nýju lánsfé. Hlutfallsleg skipting lánveitinga Bankakerfið hefur ávallt verið þýðingarmikil uppspretta lánsfjár fyrir sjávarútveginn og hefur mikil- vægi þess aukist á undanförnum árum vegna endurlána erlends lánsfjár. Lrá árinu 1978 hefur hlutur bankakerfisins aukist úr um helmingi lánsfjár, upp í urn tv þriðju. Hlutur afurðalána helur verið um 20% en komst þó í urn 30% árið 1982 og var þá e,n' göngu um óverðtryggð afurðala að ræða. Hlutur víxillána hefut a þessum tíma fallið úr þremur a hundraði í tvo af hundraði- Nokkur aukning hefur orðið á lan veitingum til sjávarútvegs í myn skuldabréfa úr 4.3% árið 1978 ' 11.4% árið 1989. SkuIdabréfalán eru nú því sem næst öll verðtrygS eða gengistryggð. Ótryggð skulóa bréf heyra nú sögunni til. Mik' aukning hefur orðið á endurlán uðu erlendu lánsfé innlánsstofn- ana, úr tæplega 18% í rétt urn 34% í árslok 1989. Endurlánað erlent lánsfé hefur að einhverju leyti komið í stað beinna erlendra lántaka einkaaðila í sjávarútvegi en úr þeim hefur dregið verulega. f>rU’ fjárfestingarlánasjóðir hafa lána til fyrirtækja í sjávarútvegi, Fis ' veiðasjóður, Byggðasjóður (Byggðastofnun) og Lramkvæmda- sjóður. Lánveitingar Lram- kvæmdasjóðs hafa verið óveru legar en lánveitingar Byggðasjóðs og síðar Byggðastofnunar hata numið 5-9% af heild en þrátt fyr'r mikla raunaukningu lána Fis ' veiðasjóðs til fyrirtækja í sjávarú1' vegi hefur hlutdeild lána Fis ' veiðasjóðs fallið úr 43% í 32% tra árslokum 1978 til ársloka 1989- Ábyrgðir Liskveiðasjóðs utan efna hags eru ekki flokkaðar me lánum sjóðsins. Á mynd 2 er sýnd kjaraskip>in8 útlána árin 1978-1989 og kemur þá glöggt í Ijós hversu lítill idutl lána til sjávarútvegs er hvor verð- né gengistryggður. Vextir og uppfærsla einstakra lánaflokka Skilgreiningar á vöxtum erU margar. Þeir sem lengst vilja ganga telja alla vexti fjármagns kostnað, þannig séu 40% nafn vextir jafn erfiðir fyrir atvinnu Eignir og skuldir fyrirtækja í sjávarútvegi árin 1986-1989 í milljördum króna Eigið (é Eigin fjár- Ár Eigniralls Skuldiralls Eigiðfé verðl.1989 hlutfall 1986 58.4 36.8 21.6 39.0 37% 1987 75.1 48.4 26.7 40.6 36% 1988 96.9 72.8 24.1 29.2 25% 1989 122.2 89.8 32.4 32.4 27%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.