Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1990, Blaðsíða 56

Ægir - 01.10.1990, Blaðsíða 56
560 ÆGIR 10/90 Fyrir vökvaknúinn vindubúnað og hliðarskrúfu eru þrjár tvöfaldar háþrýstidælur, drifnar frá aflúttökum á niðurfærslugír. Fyrir átaksjöfnunarbúnað togvindna, og til vara fyrir vindur, er 75 KW rafknúin Denison T6D-038 dælusamstaða, og fyrir losunarkrana er 22 KW dæla. Fyrir fiskilúgu, skutrennuloku o.fl. er raf- drifið vökvaþrýstikerfi. Stýrisvél er búin tveimur raf- knúnum dælum. Fyrir lestarkælingu er ein kæliþjappa frá Sabroe af gerð BF03, afköst 8400 kcal/klst (9.8 KW) við h-5°C/-/ + 20°C, drifin af 2.2 KW rafmótor, kælimiðill Freon 22. íbúðir: íbúðir eru samtals fyrir 15 menn í sjö tveggja manna klefum og einum eins manns klefa. f íbúðarými á neðra þilfari er fremst s.b-megin geymsla og þar fyrir aftan eru fjórir 2ja manna klefar. B.b.-megin er fremst geymsla, þá einn 2ja manna klefi, borðsalur, matvælageymsla (ísskápur og frysti- kista fyrir kæld matvæli) og aftast eldhús. Fremst fyrir miðju er snyrting með tveimur salernisklefum og tveimur sturtuklefum, og aftast fyrir miðju er stakka- geymsla. Salernisklefi er aftarlega á vinnuþilfari, b.b.-megin. í íbúðarými í síðuhúsum í hvalbaksrými er klefi skipstjóra með snyrtingu ásamt geymslurýmum b.b,- megin, en s.b.-megin eru tveir 2ja manna klefar. íbúðir eru einangraðar með 100 mm steinull og klæddar með plasthúðuðum spónaplötum. Vinnuþilfar: Fiskmóttaka, um 15 m3 að stærð, er aftast á vinnu- þilfari og er fiski hleypt í hana um vökvaknúna fiski- lúgu á efra þilfari, framan við skutrennu. í efri brún skutrennu er vökvaknúin skutrennuloka, sem opnast lóðrétt niður. Fiskmóttöku er lokað vatnsþétt að framan með stálþili, og á því eru tvær lúgur með vökvaknúnum lokunarbúnaði. Framan við fiskmóttöku er búnaðurfyrir ísfiskmeð- höndlun, þ.e. færiband þverskips og blóðgunarað- staða; þrískipt blóðgunarker með færibandi sem flytur aflann að aðgerðaraðstöðu; sex aðgerðarborð með tilheyrandi slógrennum, og til hliðar við þau eru þvottaker. Afli sem ekki fer í aðgerð flyst með færi- bandi s.b.-megin og að þvottaaðstöðu. Vinnuþilfar er einangrað með steinull og klætt með blikki. Fiskilest: Fiskilest er um 312 m3 að stærð og er gerð fyrir geymslu á fiski í 660 I körum (162 stk) og með upp- stillingu í síðum. Fiskilest er einangruð nieö polyurethan og klædd með stáli. Kæling er með kæl'" leiðslum í lofti lestar. Tvö færibönd til flutnings á fis^1 eru í lest. Aftast á lest er eitt lestarop (2200x2200 mm) álhlera á karmi. Á efra þilfari, uppi af lestarlúgu, er ein losunarlúga (2500x2700 mm) með stálhlera slett við þilfar. Fyrir affermingu er krani. Vindu- og losunarbúnaöur: Vindubúnaður skipsins er vökvaknúinn (háþrýstl kerfi) frá Rapp Hydema A/S og er um að ræða tvsr togvindur, fjórar grandaravindur, tvær hífingavindur, tvær hjálparvindur afturskips, tvær bakstroffuvindu og tvær akkerisvindur. Auk þes er skipið búið vökva knúnum krana frá ABAS. Aftarlega á togþilfari, s.b.- og b.b.-megin, eru tvrer togvindur (splittvindur) af gerð TWS-7510G/3- 2.0, hvor búin einni tromlu og knúin af tveimur 2ja hraða vökvaþrýstimótorum um gír (3.95:1). Tæknilegar stærðir (hvor vinda): Tromlumál 419 mmo x 1600 mtuö Víramagn á tromlu x940 mm 1370faðmaraf3" vír Togátak á miðja tromlu (1010 mmp) 11.3 tonn (lægra þrep) Dráttarhraði á miðja tromlu (1010 mmo) 75 m/mín (lægra þrep) ^ Vökvaþrýstimótorar Sauer 3500 + 2000 cm Afköst mótora 124 + 70 Hö Þrýstingsfall 180 kp/cm2 Olíustreymi 535 l/mín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.