Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1990, Blaðsíða 6

Ægir - 01.10.1990, Blaðsíða 6
510 ÆGIR Jón Þ. Ólafsson: Saltfiskur við sundin blá Innlegg til aldarsögu Fyrri hluti Inngangur Saga saltfiskverkunarstöðva og stakkstæða í Reykjavík og næsta nágrenni hefur til þessa hvergi verið skráð. Um þá sögu og ýmis- legt er henni tengist eru til ýmsar merkar heimildir er birst hafa á undanförnum áratugum, á víð og dreif, í bókum, blöðum og tímarit- um. Þar er þó aðeins um brot og slitrur að ræða, einkum í ýmsum æviminningum. Greinarhöfundur hefur rætt við nokkra eldri menn sem ýmist unnu sjálfir við saltfisk- verkun hér á fyrstu áratugum þess- arar aldar og/eða muna frásagnir enn eldra fólks er vann við eða þekkti til þessara mála frá fyrri tíð. Hér er því raðað saman heim- ildum og frásögnum úr ýmsum áttum þannig að úr verður nokkur heildarmynd. Nokkrir þeirra er rætt hefur verið við, — eða aðrir eftir þeirra tilvísun, hafa átt í fórum sínum gamlar og merkar Ijósmyndir af saltfiskverkun sem hvergi hafa áður birst opinberlega. Birtast nokkrar þeirra mynda nú hér. Við hefjum þessa sögu saltfisk- verkunarstöðva og stakkstæða í Reykjavík og næsta nágrenni við bæjarmörk Seltjarnarness og Reykjavíkur, nánar tiltekið við Sörlaskjól. Þaðan höldum við sem leið liggur í gegn um Reykjavík eftir slóðum gamalla aflagðra stöðva og stakkstæða vestur á Sel- tjarnarnes, þaðan út í eyjarnar inni á Sundum og við Ijúkum ferð okkar við Seyluna, í landi Breiða- bólsstaðar, norðan Bessastaða á Álftanesi. Áður en að hinu eigin- lega efni þessarar greinar kemur, verður stiklað á stóru um saltgerð, saltfiskverkun, o.fl. hér á landi á fyrri öldum. Um saltgerð og saltnotkun til forna Saltgerð og saltnotkun mun hafa verið kunn hér þegar á fyrstu öldum íslandsbyggðar. í Grettis- sögu kemur fram að þegar Þor- björn Öngull hafði vegið útlagann Gretti Ásmundarson í Drangey haustið 1031 var höfuð hans geymt í salti í Viðvík til vors til sönnunar um dráp hans. Þá eru til heimildir um staði þar sem salt- gerð mun hafa farið fram til forna, s.s. í Skógarnesi á Snæfellsnesi árið 1181. Saltgerð mun hafa farið fram með þangbrennslu, en við það fékkst „svartasalt" þ.e. óhreinsuð aska úr brenndu þangi. Saltið var síðan leyst úr öskunni í vatni og þá fengust dreggjar sem voru að mestu matarsalt. Saltfiskverkun á fyrri öldum Elstu handbærar heimildir um saltfiskverkun hér á landi eru frá 16. öld, en þá (1520) kærðu þýskir kaupmenn til Ö tr,.f Hansakaupmanna í Brugge 1 , þvi að enskt herskip hafi ráðis ^ skip frá Hamborg sem var 3 koma hlaðið saltfiski frá íslan 1 ° leikið bæði skip og skipverja J ‘ Munu bæði Englendingar og Þ)° verjar hafa keypt fisk til söltunar landsmönnum. í bréfabók Cizur^ biskups Einarssonar frá 1542 ^ þess getið að meðal matvasla hann tók með sér í Danmerku hafi verið saltfiskur. Þá munu ^ heimildir um salthús í u(_ 1603, ennfremur um nokkurn u flutning á saltfiski um 1630 n fisktökuhús mun hafa verið rel5.g Bjarneyjum á Breiðafirði ar' 1660, en þar höfðu útlendmg^ vetursetu og keyptu fisk og 5 uðu. Aðbúnaður og líf sjómanna 8 vertíðarundirbúningur , Mikil breyting varð á líf' ^ manna með tilkomu þilskip3^11 er líða tók á 19. öldina. Á me eingöngu var róið til fiskjar opnum bátum var það ekki til sl.' að sjómenn tækju með sér neStl róður. Sýrudrykkur var þó ja+n hafður með og sumir höfðu vatn^ kúta. Margir höfðu meðfer zink- eða beintölur sem þe'r ve . í munni sér þegar á þá sótti þ°rs . Meira var það nú ekki. Þetta þ36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.