Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1990, Side 6

Ægir - 01.10.1990, Side 6
510 ÆGIR Jón Þ. Ólafsson: Saltfiskur við sundin blá Innlegg til aldarsögu Fyrri hluti Inngangur Saga saltfiskverkunarstöðva og stakkstæða í Reykjavík og næsta nágrenni hefur til þessa hvergi verið skráð. Um þá sögu og ýmis- legt er henni tengist eru til ýmsar merkar heimildir er birst hafa á undanförnum áratugum, á víð og dreif, í bókum, blöðum og tímarit- um. Þar er þó aðeins um brot og slitrur að ræða, einkum í ýmsum æviminningum. Greinarhöfundur hefur rætt við nokkra eldri menn sem ýmist unnu sjálfir við saltfisk- verkun hér á fyrstu áratugum þess- arar aldar og/eða muna frásagnir enn eldra fólks er vann við eða þekkti til þessara mála frá fyrri tíð. Hér er því raðað saman heim- ildum og frásögnum úr ýmsum áttum þannig að úr verður nokkur heildarmynd. Nokkrir þeirra er rætt hefur verið við, — eða aðrir eftir þeirra tilvísun, hafa átt í fórum sínum gamlar og merkar Ijósmyndir af saltfiskverkun sem hvergi hafa áður birst opinberlega. Birtast nokkrar þeirra mynda nú hér. Við hefjum þessa sögu saltfisk- verkunarstöðva og stakkstæða í Reykjavík og næsta nágrenni við bæjarmörk Seltjarnarness og Reykjavíkur, nánar tiltekið við Sörlaskjól. Þaðan höldum við sem leið liggur í gegn um Reykjavík eftir slóðum gamalla aflagðra stöðva og stakkstæða vestur á Sel- tjarnarnes, þaðan út í eyjarnar inni á Sundum og við Ijúkum ferð okkar við Seyluna, í landi Breiða- bólsstaðar, norðan Bessastaða á Álftanesi. Áður en að hinu eigin- lega efni þessarar greinar kemur, verður stiklað á stóru um saltgerð, saltfiskverkun, o.fl. hér á landi á fyrri öldum. Um saltgerð og saltnotkun til forna Saltgerð og saltnotkun mun hafa verið kunn hér þegar á fyrstu öldum íslandsbyggðar. í Grettis- sögu kemur fram að þegar Þor- björn Öngull hafði vegið útlagann Gretti Ásmundarson í Drangey haustið 1031 var höfuð hans geymt í salti í Viðvík til vors til sönnunar um dráp hans. Þá eru til heimildir um staði þar sem salt- gerð mun hafa farið fram til forna, s.s. í Skógarnesi á Snæfellsnesi árið 1181. Saltgerð mun hafa farið fram með þangbrennslu, en við það fékkst „svartasalt" þ.e. óhreinsuð aska úr brenndu þangi. Saltið var síðan leyst úr öskunni í vatni og þá fengust dreggjar sem voru að mestu matarsalt. Saltfiskverkun á fyrri öldum Elstu handbærar heimildir um saltfiskverkun hér á landi eru frá 16. öld, en þá (1520) kærðu þýskir kaupmenn til Ö tr,.f Hansakaupmanna í Brugge 1 , þvi að enskt herskip hafi ráðis ^ skip frá Hamborg sem var 3 koma hlaðið saltfiski frá íslan 1 ° leikið bæði skip og skipverja J ‘ Munu bæði Englendingar og Þ)° verjar hafa keypt fisk til söltunar landsmönnum. í bréfabók Cizur^ biskups Einarssonar frá 1542 ^ þess getið að meðal matvasla hann tók með sér í Danmerku hafi verið saltfiskur. Þá munu ^ heimildir um salthús í u(_ 1603, ennfremur um nokkurn u flutning á saltfiski um 1630 n fisktökuhús mun hafa verið rel5.g Bjarneyjum á Breiðafirði ar' 1660, en þar höfðu útlendmg^ vetursetu og keyptu fisk og 5 uðu. Aðbúnaður og líf sjómanna 8 vertíðarundirbúningur , Mikil breyting varð á líf' ^ manna með tilkomu þilskip3^11 er líða tók á 19. öldina. Á me eingöngu var róið til fiskjar opnum bátum var það ekki til sl.' að sjómenn tækju með sér neStl róður. Sýrudrykkur var þó ja+n hafður með og sumir höfðu vatn^ kúta. Margir höfðu meðfer zink- eða beintölur sem þe'r ve . í munni sér þegar á þá sótti þ°rs . Meira var það nú ekki. Þetta þ36

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.