Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1991, Page 12

Ægir - 01.10.1991, Page 12
512 ÆGIR 10/91 Jón Þ. Þór: Veiðar Hulltogara á íslandsmiðum 1951—1976 í grein, sem höfundur þessara lína tók saman og birtist í Ægi fyrr á þessu ári, var fjallað um þýðingu togveiðanna við ísland fyrir útgerð og atvinnulíf í Hull eftir fyrri heimsstyrjöld. Þar kom fram að á tímabilinu 1921—1951 höfðu um 40 af hundraði borgarbúa lífsfram- færi sitt af úthafsveiðunum, beint eða óbeint. Síðan fór hlutfallið nokkuð lækkandi, var rúmlega 32 af hundraði 1961, og 1971, ári áður en íslenska fiskveiðilögsagan var færð út í fimmtíu sjómílur, höfðu tæplega tuttugu af hverjum eitt hundrað íbúum í Hull framfæri af veiðum úthafstogaranna. í áðurnefndri grein kom fram, að ekki mætti fullyrða að allur þessi fjöldi hefði lifað af íslandsveiðun- um beinlínis. Þær voru að sönnu ávallt stærsti hlutinn af veiðum bresku úthafstogaranna, en þeir stunduðu einnig umtalsverðar veiðar á öðrum fjarlægum miðum, við Norður-Noreg, í Hvítahafi, við Bjarnarey og Svalbarða og á Grænlandsmiðum. Þeir togarar breskir, sem veiðar stunduðu á Færeyjamiðum, voru hins vegar flestir nokkru minni og stóru út- hafstogararnir máttu, samkvæmt reglum sem Bretar sjálfir settu, yfirleitt ekki fara nema eina til tvær ferðir hver á Færeyjamið á ' Memo of Evidence 1957. Útgerð í Hull byggðist meira á veiðum á fjarlægum miðum en útgerð í öðrum breskum fiskveiði- borgum. Eftir að seinni heimstyrj- öldinni lauk voru nær eingöngu gerðir út úhafsveiðitogarar þaðan. Frá Grimsby, Fleetwood og Aber- deen voru hins vegar ávallt gerðir út flotar minni togara og báta, sem stunduðu veiðar á heimamiðum og svokölluðum miðsvæðismið- um, þ.e. fiskislóðum við Færeyjar og vestan Bretlandseyja. í síðast- nefndu borgunum tveimur voru þessar veiðar stærsti hluti útgerð- arinnar, en á hinn bóginn var útgerð úthafstogara í Fleetwood ólík þeirri í Hull og Grimsby að því leyti að úthafstogarar frá Fleet- wood sóttu yfirleitt ekki á mið annars staðar en við ísland.1 Víkjum nú aftur sögunni til Hull. Þaðan voru stundaðar meiri veiðar á íslandsmiðum en frá nokkurri annarri breskri fiskveiði- borg, og á það ekki síst við um tímabilið eftir lok seinni heims- styrjaldar. En hversu miklar voru þessar veiðar og hve verðmætur var fiskurinn, sem sjómenn frá Hull veiddu á íslandsmiðum? Þessum spurningum verður reynt að svara hér á eftir og verður fyrst vikið að stærð togaraflotans í Hull á árunum 1951-1976 og sókn hans á íslandsmið. I öðrum kafla verður rætt um veiðar og afla Hulltogara á íslandsmiðum á sömu árum og jafnframt reyn1 3 gera nokkra grein fyrir áhrifu111 útfærslu íslensku landhelginnat a veiðarnar. í þriðja kafla ver u, þess freistað að fá nokkra myn a, niikilvægi íslandsveiðanna samanburði við veiðar Hulltogara á öðrum fjarlægum miðum. 1 •• u Flestir áhugamenn um s°® íslensks sjávarútvegs munu þek ú til sögu nýsköpunarinnar árunum eftir lok seinni heimsstyr aldar og þeirrar miklu upp^VB ingar fiskiskipaflotans, sem Þa 3 sér stað. Hliðstæð uppbySS1 varð í Bretlandi á þessum arLlU.t Þegar heimsstyrjöldin braust haustið 1939 voru flestir stærs^ og nýjustu togararnir tej<nir hernaðarnota og þótt allm ^ togarar væru smíðaðir þar i lan _ stríðsárunum var það útger mönnum lítil huggun þar sem P voru flestir teknir til tundur u . slæðingar og annarra stríðsp^^ jafnharðan. Þegar leið á styd ^ ina var þó smám saman tarl ^ skila aftur eldri skipum °& 1943 gengu átta togarar ti ^ frá Hull. Stunduðu þeir vel sefrl íslandsmiðum eftir ÞVJ... Jifln> aðstæður leyfðu.2 Er styrjo ^j|a lauk var þegar tekiðað^^ . TheS,or}' : M. Thompson: Fish Dock. of St. Andrew's Dock Hull

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.