Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1991, Page 18

Ægir - 01.10.1991, Page 18
518 ÆGIR 10/9' En brátt dró úr aflanum á þessum miðum. Þau höfðu verið lokuð öll stríðsárin og virðast hafa verið ofsetin, er togararnir komu þangað aftur að styrjöldinni lok- inni. Af því leiddi að mikið var af ungfiski í aflanum fyrstu árin og því leið ekki á löngu uns stofnarnir tóku að gefa sig og aflinn dróst saman. Þetta má gleggst sjá af því að árið 1946 var afli togaranna á sóknareiningu (milljón tonntíma) 9.959 tonn í Hvítahafi og 20.435 tonn við Bjarnarey. Árið eftir, 1947, var aflinn á milljón tonn- tíma 7.513 tonn í Hvítahafi en 9.041 tonn við Bjarnarey. Árið 1950 var aflinn á sóknareiningu 4.765 í Hvítahafi og 5.931 tonn við Bjarnarey og árið 1958 aflaðist í fyrsta skipti meira á milljón tonn- tíma við ísland en í Hvítahafi.' Og ekki leið á löngu uns einnig tók að draga úr heildarafla. Tafla IV sýnir afla Hulltogara á miðunum í Hvítahafi, við Norður-Noreg og við Bjarnarey-Svalbarða í saman- burði við aflann á íslandsmiðum á árunum 1951-1976. Til þæginda er töflunni skipt í fimm ára tímabil og síðasta árið, 1976, sýnt sérstak- lega. 1 Bulletin Statistique 1946-1958; Fisheries Statistical Tabies 1946-1958. Þessar tölur ættu að sýna svo ekki verði um villst, hve mikilvæg miðin við ísland voru fyrir togar- ana og þá um leið fyrir togaraút- gerð og allt atvinnulíf í Hull. Samanlagður afli á hinum svæð- unum þremur var að sönnu meiri en aflinn við ísland allt fram til 1970 en íslandsmið voru gjöfulust einstakra miða og síðasta fimm ára tímabilið aflaðist meira þar en á hinum svæðunum samanlagt. Er það ekki síst athyglisvert þegar þess er gætt að síðustu þrjú árin áttu togararnir mjög undir högg að sækja hér við land og gátu ekki stundað veiðar með eðlilegunl hætti. Eins og áður var getið tók afli a minnka verulega í Hvítahafi, v' strendur Norður-Noregs og við Bjarnarey og Svalbarða skörnrn" eftir lok síðari heimsstyrjaldan Þetta kemur glöggt fram í töflu og af tölulegum upplýsingum un' fjölda veiðiferða á hvert einsta * svæði má sjá að sóknin á mið'nJ Hvítahafi og við Bjarnarey byrja 1 að dragast verulega saman þegar um miðjan 6. áratuginn og minn aði stöðugt eftir það. Eina undan tekningin var árin 1968 og 1969 Tafla IV Afli Hulltogara í Hvítahafi, viö Noröur-Noreg og Bjarnarey-Svalbarða samanborinn viö aflann á íslandsmiðum 1951-1976 (þús. tonn). Tímabii Hvítahaf Bjarnarey- Svalb. N. -Nor. Samt. íslandsmið_ 1951-1955 181* 257 119 557 386 1956-1960 255 309 143 707 3 77 1961-1965 226 185 126 537 378 264 269 IfJ 1966-1970 217 44 174 435 1971-1975 62 15 60 137 1976 10 3 4 17 * Tölur um afla Hulltogara í Hvítahafi á árunum 1951 og á því þessi tala aðeins við þrjú ár, 1953-1955. Heimild: Stats. 1951-1976. og 1952 eru ekkitiltækar Togarinn „Fairtry T', fyrsti skuttogarinn íBretlandi og jafnframt fyrsti togari íheimi er smíðaður var sem verksmiðjutoga

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.