Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1991, Síða 30

Ægir - 01.10.1991, Síða 30
530 ÆGIR 10/9' Örn D. Jónsson: Háskóli og sjávarútvegur Sjávarútvegur er mikilvægasta at- vinnugrein landsins ef tekið er mið af vöruútflutningi. Frá síðari heims- styrjöld hefur hlutur greinarinnar í vöruútflutningi ekki farið niður fyrir 70% og hefur verið nær 80% þrátt fyrir stórátak í orkusölu og eflingu annarra útflutningsgreina.1 Önnur staðreynd um íslenskt þjóðfélag er hátt menntunarstig landsmanna. Við teljumst meðal menntuðustu þjóða heims og sókn í langskólanám hefur aukist ört undanfarin ár. Hér verður fjallað um þá mót- sögn sem felst í því að mikilvæg- asti útflutningsatvinnuvegurinn er sú starfsgrein sem hefur hvað fæsta háskólamenn innan sinna raða. Innan við 5% starfandi háskólamanna vinna við sjávarút- veg.2 Þetta er þeim mun sérkenni- legra í Ijósi þess að erlendir aðilar horfa til íslands í leit að sér- fræðingum í veiðum og vinnslu. Reynsla og þekking Fyrsta spurningin sem vaknar er sú hvort sjávarútvegurinn komist ekki bærilega af án afskipta há- skólafólks. Svarið við þeirri spurn- ingu er blandið. Frumkvöðlar atvinnulífsins hafa yfirleitt ekki komið úr röðum háskólamanna í gegnum tíðina heldur vinna þeir sig upp innan greinarinnar. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ríkið og aðrir opinberir aðilar leggja til mikið af þeirri sérfræði- þekkingu sem er framþróun grein- arinnar nauðsynleg. Þar nægir að nefna Hafrannsóknastofnun, Rann- sóknastofnun fiskiðnaðirns og Ríkismat sjávarafurða. Hin hliðin á þessu máli er sú að tækniþró- unin er að miklu leyti til komin vegna nýjunga í öðrum greinum. Skipahönnun, siglinga- og veiði- tækni hefur fleygt fram. Jafnvel þó ekki hafi orðið stökkbreytingar í véltækni fiskvinnslunnar þá hafa breytingar í meðferð hráefnisins tekið örum breytingum. Nægir þar að nefna kassavæðingu, tilkomu tölvuvigta, flæðilína og nýrra pakkninga. Eftir stendur þó kjarninn í því sem um er rætt. I sjávarútvegi er að finna dýrmæta reynslu, en sú þekking og það innsæi sem lang- skólamenntun veitir er utan hennar. Nú má vel vera að lesand- anum finnist þetta vera hártoganir. Sú reynsla sem fæst með því að starfa við ákveðin skilyrði og sU vitneskja sem safnast fyrir þeim sem starfa við tiltekna gre'n er vissulega ákveðið form þe^ , ingar en hún er annars eðlis en sU þekking sem byggir á vísinda legum grunni. Ein tegund vltn eskju eða reynslu er ekki mer' legri en önnur, heldur er þarna mikilvægur munur á. Með vissri einföldun má seghj að framtíð greinarinnar ráðist því hve vel tekst að tengja saman þá reynslu sem fyrirfinnst í sjávaf útveginum og þá þekkingu sem íslenskir námsmenn eru að afla se hér á landi og um víða veröld- StaÖa sjávarútvegsins? .. Nú eru allir með hugann vl nýgerðan samning um ^vr0^*a efnahagssvæði og er full ást® til. Samningarnir hafa margv'5 e Dreifing háskólamenntaðra á atvinnugreinar

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.