Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1991, Side 32

Ægir - 01.10.1991, Side 32
532 ÆGIR 10/9' Vöruþróun og sala á þekkingu Sú þekking sem langskólageng- ið fólk aflar sér er ekki merkilegri en sú reynsla sem fæst við dagleg störf, en hún er annars eðlis. Skólaþekkingin er uppsöfnuð reynsla mannkynsins, svo komist sé hátíðlega að orði. Með upplýs- ingatækni nútímans er hægt að ná í mjög sérhæfðar og nákvæmar upplýsingar um nánast hvað sem er á örskömmum tíma, ef viðkom- andi kann að leita að þeim og, ekki síður, hefur þekkingu til að vinna úr þeim. Til að skýra hvað við er átt verða tekin nokkur dæmi. í sjávarútvegi hafa verið gerðar auknar kröfur um hreinlæti. Hreinlætiskröfurnar kalla á bæði tæki og þvottaefni ýmiskonar. Þau efni sem nú eru í notkun í venju- legu frystihúsi eru á annan tug og sérhvert þeirra hefur ákveðna eig- inleika. Þessi efni eru þróuð af sérfræðingum með ákveðna notkun í huga og þau fyrirtæki sem framleiða þau sitja í vissum tilfellum ein að heimsmarkaðinum fyrir tilteknar vörutegundir. Svipaða sögu er að segja af vél- tækninni. Baader er einveldi í gerð flökunarvéla og aðeins tveir aðilar framleiða rækjupillunar- vélar sem gagn er að. Frystarnir eru flestir frá sömu aðilunum. íslendingar eru á þessum mark- aði. Ef ekki kæmu til ótrúlegar niðurgreiðslur í skipasmíðaiðnaði nágrannalandanna þá væru ís- lenskar stöðvar framarlega í smíði ákveðinna tegunda fiskiskipa. Á því er ekki nokkur vafi. Netagerð er tiltölulega sterk hér þrátt fyrir harða samkeppni og íslenskum fyrirtækjum hefur að mörgu leyti tekist vel upp í smíði á tækja- vörum fyrir sjávarútveg undafar- inn áratug. Stoðgreinaiðnaðurinn hefur bæði vaxið og orðið fjöl- breyttari. Tæki og rekstrarvörur sjávarút- vegsins eru að vissu leyti hluti greinarinnar. Iðnvæðingin í þró- uðustu ríkjum heims hefur orðið til með þeim hætti að farið er að þróa vörur sem tengjast einhverri grein eins og t.d. landbúnaði, en síðar verður stoðgreinin að sjálf- stæðri atvinnugrein. Þetta er mjög áberandi á síðustu þremur áratug- um. í Danmörku eru þær greinar sem upphaflega tengdust land- búnaði (og að hluta til sjávarút- vegi) orðnar mikilvægari fyr,r þjóðarframleiðsluna en landbún aðurinn sjálfur. F.L. Smith er eitt af sterkustu fyrirtækjum heimsins i smíði steypuvéla og steypustöðva- Þeir byrjuðu á því að framlei a tæki til landbúnaðar. Danir eru fremstir á heimsmarkaðnum 3 selja ostaverksmiðjur og framar lega í smíði tækja til mjólkurvöru iðnaðar. Novo, sem upphafleS3 varð stórfyrirtæki á því að vinna svínainsúlin og breyta því þann'8 BBC forþjöppur - varahlutir Viðhalds- og viðgerðaþjónusta Útgerðarmenn vélstjórar! Látið sérfróða fagmenn annast viðhald og við- gerðir. Erum ávalt til þjónustu reiðubúnir. SöyDHaiiLögjyir St ©©□ B=ðl& Vesturgötu 16 - Símar 91-14680 og 13280 - Telefax 26331

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.