Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1991, Side 38

Ægir - 01.10.1991, Side 38
538 ÆGIR 10/9' Svend-Aage Malmberg, haffræðingur: Alþjóða hafrannsóknir í Norðurhafi Greenland Sea Project 1987-1991 Inngangur Lokið er gagnasöfnun í um- fangsmestu hafrannsóknum ís- lendinga til þessa. Verkefnið nefn- ist á UPPHAFSSTAFAMÁLI Engil- saxa GSP sem merkir „Greenland Sea Project" eða Grænlandshafs- rannsóknir. íslendingar eiga að vísu sitt Grænlandshaf og einnig Grænlandssund milli íslands og Grænlands, en þau hafsvæði kenna útlendir vinir okkar við danska flotaforingjann Irminger og við Danmörku (Irmingerhaf og Danmerkursund). Grænlandshaf það sem um ræðir í nefndum rannsóknum er þannig ekki hið sama haf og kennt er við Græn- land á íslensku, heldur hafsvæðið á milli Austur-Grænlands, Jan Mayen og Spitsbergen. Þetta haf ber hjá okkur heitið Norður- Grænlandshaf (Unnsteinn Stefáns- son 1961) til aðgreiningar frá hinu syðra Grænlandshafi. Norður- Grænlandshaf er samkvæmt haf- fræðilegri málvenju eitt þriggja hafsvæða Norðurhafs, hin eru íslandshaf milli Austur-Græn- lands, íslands og Jan Mayen og Noregshaf fyrir austan hin tvö að Noregsströndum (1. mynd). Heiti Norðurhafa í alþjóðlegum fræðum eins og haffræðum er gott að farið sé eftir samræmdum heitum, en blessað barn ber mörg nöfn (lauslega þýtt úr dönsku eða þýsku; kært barn har mange navne). Þannig er um Norðurhaf, það ber mörg nöfn, forn og ný. Norðmenn kalla hafið allt Noregshaf. Eins hefur það í tímanna rás verið kennt við Skandinavíu, Dani ogGermani. Á lýsandi máli latínunnar voru Norðurhöf, en það er samnefnajj' fyrir Norðurhaf og Norður-íshaL kennd við Karlsvagninn eða s|0 skærustu stjörnur Stóra björns, sem vísa á norðrið (Mare Seplen trionalis), hafísinn (mare Conge Góður gestur: Grænlandsfálki. Ljósm.: Sv. A.M.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.