Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1991, Side 58

Ægir - 01.10.1991, Side 58
558 ÆGIR 10/91 REYTINGUR Sjávarútvegur í Japan Japanski markaðurinn gerir miklar kröfur. Framleiðendur sjávar- afurða verða að fylgjast með breyttu neyslumynstri, auknum gæðakröfum og breytilegu gengi. Síðustu tvo áratugi hefur eftirspurn Japana eftir fiskafurðum erlendis aukist úr 6.3 milljónum tonna 1970 í 8.9 milljónir tonna árið 1989, en innanlandsframleiðslan hefur staðið í stað á sama tímabili. Eftirspurn eftir sjávarfangi umfram framboð á japanska markaðnum er því orðin umtalsverð. Árleg neysla sjávarfangs árið 1989 var 72.2 kg. á íbúa. Árið 1989 náðu heildarlandanir 11.9 milljónum tonna. Strandveiðar gáfu mest af sér árið 1989, þar næst veiðar á fjarlægum miðum. Veiðar Japana breyttust mikið á níunda áratugnum, vegna fisk- veiðistjórnunar og kvótasetningar Evrópubandalagsins og annarra ríkja sem færðu út fiskveiðilög- sögu sína. Sem dæmi má nefna að Bandaríkjamenn leyfðu Japönum að veiða 142.000 tonn innan bandarískrar lögsögu á árinu 1981, en hafa bannað öllum útlendingum veiðar síðan 1988. Veiðar Sovétmanna við Japan námu 85.000 tonnum árið 1978 en einungis 31.000 tonnum árið 1989. Aðaltegundir sem veiddar voru 1989, voru eftirtaldar: sar- dínur 4.4 milljónir tonna, Alaska- ufsi 1.2 milljónir tonna, sverð- fiskur 700.000 tonn og makríll 500.000 tonn. Birgðir hafa tvö- faldast í Japan síðan 1975 vegna: 1) Aukinnar eftirspurnar eftir sjáv- arafurðum. 2) Aukins frystigeymslurýmis fyrir sjávarafurðir í frystigeymslum. 3) Aukning hefur orðið í áhættu birgðafjárfestingum. Bættir birgðageymslumögulel ar og lág leiga leyfði meiri áhæt,u birgðahald. , Birgðir í lok árs 1990 námu • milljónum tonna af helstu tegun um: a) Sverðfiskur, 239.000 tonn. b) Ufsafiskstappa, 87.000 ton- c) Geirnefur, 74.000 tonn. d) Lax, 72.000 tonn. e) Túnfiskur, 54.000 tonn. ár hefur þróunin sveifla5t Verðþróun Síðustu 15 verið þessi: a) Heildsöluverð hefur svipað og löndunarmagm b) Neysluvöruverð hefur hæk a minna, vegna: 1) Aukins frystigeymslurýmis- 2) Breytinga á verslunarvenjun1- 3) Aukningar á fisksölusamnin um. Mynd 1 Framboð og eftirspurn sjávarafurða í Japan EFTIRSPURN Útflutningur Útflutningur FRAMBOÐ

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.