Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1992, Page 10

Ægir - 01.05.1992, Page 10
226 ÆGIR Virðismat aflafengs Á meðfylgjandi myndum er rakin þróun aflaverðmæta síð- ustu áratuga í dollurum, SDR og f þorskígildum. Verðþólga á ís- landi undanfarin ár hefur verið slík að erfitt er að lesa þróun aflaverðmæta út úr tölum um aflaverðmæti í krónum. Hefur því verið gripið til þess ráðs að setja aflaverðmætin fram í stöðugri einingum og þessvegna notaður dollar og SDR-einingar til að reikna aflaverðmætin á fastari grundvöll. Að vísu gildir sama um þessar einingar og krónuna að verðbólga rýrir verð- gildi þeirra ár frá ári, en rýrnun þeirra er mun minni og stöðugri en fall krónunnar og gefur slík framsetning betri mynd af þróun aflaverðmæta. Verðlag sjávarafurða á erlend- um mörkuðum spilar stórt hlut- verk í þróun aflaverðmætis. Af því leiðir að mælingar aflaverð- mætis í dollurum og SDR gefa ekki nægilega góða mynd af raunvirðisbreytingum afla. Hefur skapast sú venja að draga aflann saman í ígildum hans af þorski. Afli hverrar tegundar er reiknað- ur til jafngildis hennar af þorski út frá verðhlutföllum tegundar- innar og þorsks. Sá galli er á þessarri framsetningu að ekki er tekið tillit til aukinna gæða afl- ans og kemur því verðmæta- aukning vegna meiri gæða ekki inn í reikning af þessu tagi. Af þessu leiðir vanmat aflaverð- mæta síðari ára sem er því meira sem lengra er milli þeirra ára sem menn kjósa að bera saman. T.a.m. ef tekin eru árin 1992 og 1970, þá er svo að þorskígildin eru augljóslega ekki jafngild, þar sem mikið kraftafiskirí átti sér stað árið 1970 og mikil þorsk- gengd var á vertíðarslóð. Sem dæmi má nefna að þriðjungur þorskafla ársins, á annað hundr- að þúsunda tonna, var dreginn á land í aprílmánuði einurn sam- an. Gefur auga leið að sá afli, 1000 800 600 400 200 0 Virðismat aflafengs SDR (milljónir) 700 600 500 400 300 200 100 0 Fisklféiag Islands Virðismat aflafengs Þorskígildi (þús. tonna) 1965 1970 1975 1980 1985 1990 Árin Virðismat aflafengs Dollarar (milljónir)

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.