Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1993, Blaðsíða 6

Ægir - 01.01.1993, Blaðsíða 6
Bjarni Kr. Grímsson, fiskimálastjóri. Hugleiðingar um sjávarútveg Þegar þessi orö eru skrifuð má með sanni segja að sjávarútvegur á íslandi standi á krossgötum. Undanfarin misseri hefur veriö mikil umræða um stjórnun fiskveiða, hagkvæmni mismunandi skipaflota eða bátaflota, svo og um hvernig vernda eigi fiskstofnana við landið. Eins og viö er að búast eru mjög skiptar skoðanir um þessi mál- efni og það eðlilega þegar um svo mikilvæg og við- kvæm mál að ræða. Nú hrannast upp óveðursský á mörkuðum fyrir fiskaf- uröir okkar íslendinga vegna verulega aukins framboðs af fiski úr Barentshafi og frá ýmsum svæðum í Rússlandi. Þetta leiðir óhjákvæmilega til lækkunar á almennu fisk- verði í Evrópu og liugsanlega líka í Ameríku. Við þessu þarf að bregðast og verða fyrirtæki okkar bæði í sölu- mennsku og framleiðslu að geta boðið afurðir sem standast samkeppnina í verði, en einnig í gæðum. Þar höfum við íslendingar forskot sem við verðum að nýta okkur til hins ýtrasta. Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) höfum við náð að standa jafnfætis helstu samkeppnisþjóðum okkar varðandi aðgang að mörkuðum Evrópuþjóðanna. Það er því undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst í slagnum um viðskiptin. Hvað er hins vegar hagkvæm útgerð og hagkvæm vinnsla? Ef þeir svartsýnustu hafa rétt fyrir sér veröur enginn fiskur eftir til að veiða og vinna. En það hafa komið ógæfta- og veiðileysisár áður og þarf ekki langt aftur í sögunni til að finna slíkt. Meðalveiði á ári af botn- fiski á Islandsmiðum síðustu hálfa öld hefur verið rúm 600 þús. tonn á ári og eru tæplega 400 þús. tonn af því þorskur. Ég fullyrði að sóknin nú er í meðallagi, hins vegar er ástand sjávar þannig að um litla stofna er aö ræða og aflinn eftir því. Þetta mun aftur lagast, strax og ástand sjávar tekur breytingum og þá eykst afli hér á ný. Áhrif mismunandi útgerðarforms og mismunandi vinnsluleiða á byggðir landsins eru mjög afgerandi. Það fiskast vel úti fyrir Hornströndum og fallegt er þar. Þar var mikil byggð og verðmæti unnin, en nú er allt í eyði. Síldin kom og síldin fór og blómlegar byggðir lögðust í eyði. Aðrar voru mörg ár að jafna sig eftir ævintýriö. Þetta eru skýr dæmi um að atvinnuhættir okkar taka breytingum og menn stöðva ekki framþróun þjóðfélags- ins, þeir geta aðeins tafið fyrir eða sveigt þróunina til. Nú er hafin ný þróun í útgerð, en þar á ég viö fryst- ingu um borð í skipum. Þessi háttur gerir útgerð frekar háða afskipunarhöfn en afstöðu til fiskimiða. Þetta mun óhjákvæmilega leiða til röskunar í útgerðarmynstri þjóð- arinnar. Hvert þessi þróun leiðir okkur er hins vegar erfitt að spá fyrir um. Fiskvinnslufólk, sem með þrautseigju og dugnaði hef- ur lagt grunnin að útflutningsverðmætum þjóðarinnar ásamt sjómönnum, hefur nú sett frarn kröfu um að allur fiskur verði unninn hér á landi og bannað verði að flytja út óunninn fisk. Þessi krafa hlýtur að etja saman sjó- mönnum og fiskvinnslufólki og er það, eitt og sér, slæmt. Að setja fram slíka kröfu er á hinn bóginn álíka og að banna innflutning á ýmsum tækjum og varningi og yrði það afturhvarf um nokkra áratugi. Ljóst er að mun hagkvæmara er fyrir þjóðarbúið að selja ákveðnar fisktegundir ferskar á markaði erlendis en að vinna þær hér á landi. Þetta tvennt, krafa fiskverkafólksins annars vegar og sjófrystingin og/eða útflutningur á ferskum fiski hins vegar, virðist ekki geta farið saman. En verða ekki aðilar að horfa sjálfum sér nær, leitar ekki útgerðin eftir besta fáanlega verði hverju sinni og greiðir ekki fiskverkand- inn það verð sem hann eðlilega telur sanngjarnt fyrir þá vöru sem hann getur selt. Verkafóikið býr hráefnið til geymslu og/eða setur það í verðmeiri söluumbúðir. En ef ekki fæst fyrir slíkurn kostnaði er betra að selja vör- una beint. í framhaldi af þessu vaknar hins vegar upp sú spurn- ing hvort sjávarútvegurinn njóti eðlilegra samkeppnisað- stæðna, og á ég þá við skráningu á gengi íslensku krón- unar. Væri krafa verkafólks uppi, um að allur afli komi í land hér, ef gengið væri frjálst og ákvarðaðist á markaði eins og fiskveröið gerir nú? Hver væri staða útgeröarbæja á landsbyggðinni ef slíkt kæmi til greina? Eða erum við of lítil hageining til aö hafa frjálst gengi? 2 ÆGIR l.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.