Ægir - 01.01.1993, Blaðsíða 50
klefar með sérsnyrtingu og 16 svefnklefar sem sameinast
um átta snyrtingar, tveir klefar um hverja.
íbúðir eru á þremur hæðum framskips, þ.e. á togþil-
fari, bakkaþilfari og bátaþilfari, og er heildarrými urn 600
m2 brúttó.
Togþilfar: í þilfarshúsi, s.b.-megin á togþilfari, eru
tveir tveggja manna klefar og einn eins manns klefi aft-
ast. í þilfarshúsi, b.b.-megin á togþilfari, eru tveir tveggja
manna klefar fremst, þá fimm eins rnanns klefar og aftast
hlifðarfata- og þvottaherbergi með þvottahúsi, þurrkklefa
og salernisklefa.
Bakkaþilfar: Fremst s.b.-megin er þvottahús, þá tveir
tveggja ntanna klefar og þar fyrir aftan eldhús, borðsalur
ásamt tveimur setustofum aftast, önnur fyrir miðju, og til
hliðar við hana tveir símaklefar. B.b.-megin er fremst
sjúkraklefi (tvær hvílur og snyrting með baðkari), þá
tveggja manna klefi og þar fyrir aftan fimm eins manns
klefar, salernisklefi og aftast loftræstiklefi. Fyrir miðju í
þessu rými eru matvælageymslur, skipt í ókælda
geymslu, kæli og frysti.
Bátaþilfar. Á bátaþilfari er fremst s.b.-megin íbúð
skipstjóra, skipt í setustofu, svefnklefa og snyrtingu; og
Þorgeir & Ellert HF
Óskum útgerð og áhöfn Arnars
HU 1 til hamingju með nýtt og
glæsilegt skip. Um borð er
háþróuð fullvinnslulína með
flokkun og samvali í pakkningar.
Akranesi
Sími 93-11755 - Tdefox 96-11833
Höfðabakka 9 112 Reykjavík
Sími: 91-686858 Fax: 91-672392
46 ÆGIR 1. TBL. 1993