Ægir - 01.01.1993, Blaðsíða 27
67°30'
26°0' 24°0' 22°0' 20°0' 18°0' 16°0' 14°0' 12°0' 10c0'
Mynd 21. Útbreiösla 6 ára þorsks, fjöldi/staöaltog.
Útbreiösla þorsks
Utbreiðsla eins til átta ára þorsks í stofnmælingu 1992
ei sýnd á 16.-23. mynd sem fjöldi fiska í staðaltogi (stað-
altog = 4 sjómílur).
kins árs þorskur fannst einkum norðan lands á svæð-
lnu frá Strandagrunni að Melrakkasléttu. Utan þess svæð-
ls fannst þessi yngsti árgangur stofnsins aðeins á tak-
ntörkuðum blettum. Athygli vekur þó að þessa fisks varð
Vart a grunnslóð fyrir sunnan og suðaustan land og jafn-
vel djúpt út af Reykjanesi.
Útbreiðslusvæði tveggja ára
þorsks var greinilega mun stærra en
eins árs fisks, eða að mestu samfellt
frá Djúpi að Hornafirði. Mest fékkst
á Digranesgrunni út af Vopnafirði og
frá Hala austur á Strandagrunn.
Útbreiðslusvæði þriggja ára
þorsks náði frá Breiðafirði um Norð-
ur- og Austurmið allt að Hornafirði.
Mest var af þessum aldursflokki á af-
mörkuðum blettum norðan lands, á
svæðinu frá Strandagrunni að Mel-
rakkasléttu.
Heildarútbreiðsla fjögurra og
fimm ára þorsks var mjög svipuð og
náði frá Breiðafirði að Hornafirði.
Tiltölulega lítið var af þessum ald-
ursflokkum fyrir austanverðu land-
inu, en mest fyrir norðan land.
Útbreiðsla 6 ára þorsks var mjög
gloppóttt, en hann fannst einkum
fyrir norðan- og austanverðu land-
inu. Mestur þéttleiki var við Kol-
beinsey.
Útbreiðsla 7 ára þorsks var mun
suðiægari en yngri aldursflokka og
er ljóst að þessi aldursflokkur hefur
gengið á suðursvæði til hrygningar í
verulegum mæli. Fyrir norðan land
og austan var útbreiðslan mjög
gloppótt.
Útbreiðsla 8 ára þorsks sýnir ljós-
lega að þessi aldursflokkur var að
lang mestu leyti genginn á suður-
svæði til hrygningar. Mestur þéttleiki
var fyrir suðaustan land og djúpt út af vestanverðri suð-
urströndinni. Kynþroskahlutfall 7 og 8 ára þorsks var ó-
venjuhátt í mars 1992 miðað við fyrri ár.
Náttúruleg dauösföll þorsks
metin út frá stofnvísitölum
Afar erfitt er að fá gott mat á náttúrulegum afföllum
(M) hjá fiskstofnum. Á þetta sérstaklega við, þegar veitt
1. TBL. 1993 ÆGIR 23