Ægir - 01.01.1993, Blaðsíða 20
greinilega úr livaf) varðar lágt hitastig sjávar vift norðan-
og austanvert landið, einkum áriö 1989. Kortin sýna og á
stundum einstaka heitar eða kaldar tungur sem geta
gengið fram og skoriö sig úr í mýjum eða köldum sjó án
þess þó að breyta miklu um heildarástand á stærra
svæði. Þá er ljóst af kortunum að mjög misjafnlega getur
árað í Rósagarðinum. har flæðir hlýr sjór að jafnaði yfir
en einnig hendir að slíkt bregðist nær algerlega.
Veöurfar í mars 1992 á meðan rannsóknirnar stóðu
yfir var misjafnt eins og gengur í þessum leiðöngrum en
lítið um stórbrælur. Frátafir vegna veðurs voru þannig
litlar og SA-læg vindátt algengust.
Lengdardreifingar
a) Þorskur
A suðursvæði er þorskurinn stærri en á norðursvæði
eins og jafnan, eða mest á bilinu 60-90 cm (3. mynd).
Töluvert er þar nú af minni fiski, þ.e. 55 cm og minni,
og einstaka árgangar af þessum smærri l'iski afmarkast
vel í lengdardreifingunni. Vel markar fyrir eins árs göml-
Mynd 3. Lengdardreifing þorsks 1992 ó suðursvœði,
Mynd 4, Lengdardreifing þorsks 1992 d noröursvœði.
um fiski á lengdarbilinu 10-20 cm og síðan fer nteira fyr-
ir tveggja ára fiskinum á 20-35 cm lengdarbilinu. A
lengdarbilinu 40-50 cm rís skörðóttur toppur sem sam-
anstendur mestmegnis af þriggja ára fiski en einnig fjög-
urra ára við efri mörk.
Á noröursvæði (4. mynd) er lengdardreifingin mjög
svipuð og á heildarsvæðinu enda fæst eins og í fyrri
stofnmælingum mest af þorskinum á því svæði og heild-
arlengdardreifingin því mjög mörkuð af samsetningunni
á norðursvæði. Athygli vekur aö nánast ekkert er um
10-15 cm (eins árs) á norðursvæði. Á suðursvæði er
hann hinsvegar meira áberandi í lengdardreifingunni
enda þótt heildarfjöldi sé líkast til á svipuðu róli. Aug-
Ijóslega er hér lélegur árgangur á ferð.
Lengdardreifing þorsks úr stofnmælingu árið 1992 er
töluvert frábrugðin lengdardreifingunni í stofnmæling-
unni 1991. Hlutur stærri fisks en 50 cm er nú ntun minni
en var í fyrra. Ef litið er á lengdardreifinguna á suður-
svæöi þá hefur megintoppur þess stóra fisks sem þar er
aö finna eölilega hliðrast nokkuð upp á viö þannig að sá
fiskur er nú mest á bilinu 60-90 cm í stað 50-80 cm árið
áöur. Þá eru yngri árgangar mun skýrar afmarkaðir í
lengdardreifingunni á suðursvæði árið 1992 heldur en
árið 1991. Á norðursvæði markar nú varla fyrir eins árs
fiski eins og áður sagði en í stofnmælingunni í fyrra sást
hann vel þótt ekki væri sá toppur ýkja hár.
b) Ysa
Lengdardreifingar eftir svæðum gefa til kynna að smá-
ýsu á fyrsta, öðru og þriðja ári sé oftast að finna í hlut-
fallslega jafn miklum rnæli á suðursvæði sem á norður-
svæöi. Lengdardreifing ýsu einkennist af einum mjög
háum toppi í kringum 27 cm og síöan öðrum, rniklu
lægri, í kringum 35 cm (5.-6. mynd). Þarna eru á ferð-
inni tveggja og þriggja ára ýsa úr árgöngunum frá 1990
og 1989 en við þá hafa verið tengdar væntingar um að
hér séu á ferðinni stórir árgangar. í fyrstu voru jreir áætl-
aðir jafn stórir, rétt eins og talið var um stóru árgangana
frá 1984 og 1985, en sá fyrrnefndi reyndist síðar töluvert
minni. Innkoma þessara árganga (1989 og 1990) í stofn-
mælinguna er með nokkuð svipuöum hætti og var með
áöurnefnda árganga fyrir 5 áruni. Mjög lágur toppur á 15
cm bilinu markar eins árs ýsuna sem gefur til kynna að
árgangurinn frá 1991 sé ekki stór. Eins og í lengdardreif-
ingunni í fyrra fellur hlutur ýsu af eldri árgöngum mjög í
16 ÆGIR l.TBL. 1993