Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1993, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.1993, Blaðsíða 16
helmingur alls makrilútflutnings Norðmanna er til Japans, en aukn- ing á útfluttum frystum makríl til Japans nam um 2.8 milljörðum króna. Orsök verðfalls norska fiskút- flutningsins er aðallega að finna í þessu mikla framboði á makríl. Fryst loðna jókst um 150% í magni og fór í 5.393 tonn, en verðið hækkaði um 30%. Útflutningur á ferskum laxi jókst um 25% og fór yfir 5.000 tonn, en Japanir greiddu 6% lægra verð. Um helmings samdráttur varð á út- fluttum frystum karfa, auk þess var samdráttur í útflutningi á frystri grá- lúðu, óskelflettri rækju og síld. Sam- tímis hefur einingarverð á rækju og karfa hækkað nokkuð. Samdráttur- inn í útfluttu magni hefur aðallcga orsakast af verra ástandi þessara fiskstofna. Bandaríkin Samdráttur í magni nam 223 tonnum (-1.4%), en verðmætasam- dráttur nam um 383 milljónum króna, eða 9.4%. Heildarútflutningur nam um 3.7 milljörðum króna. Með- alverð lækkaði um 8.7%. Þróunin á Bandaríkjamarkaði vekur nokkurn ugg. Eftir að Bandaríkin innleiddu verndartolla á laxi hefur markaður- inn fyrir ferskan norskan lax dottið út. Árið 1989 keyptu Bandaríkja- ntenn um 12.000 tonn af ferskum norskum uppeldislaxi. Árið 1992 keyptu þeir einungis um 294 tonn. Óhagstæð gjaldeyrisþróun hefur leitt til þess að norskir útflytjendur hafa misst áhugann á Bandaríkjamarkaði. Verð á frystum þorskflökum var ó- hagstætt sökum lágs dollars og sam- keppni ódýrs bolfisks. Aukning út- flutts magns á Bandaríkjamarkað nam um 13.7% og fór í 2.833 tonn, en útflutningsverðmæti dróst saman þar sem meðalverð féll um 17.4%. Danmörk Útflutt magn jókst á þessum markaði um 22.777 tonn (11.4%). Verðmætasamdráttur riam um 2.2 milljörðum króna (-11.3%). Heildar- útflutningur nam um 16.7 milljörð- um króna. Meðalverð lækkaði um 2.3%. Magnaukning útflutnings Norðmanna kemur ekki í veg fyrir mikið verðfall í fiskútflutningi til Danmerkur. Á næst þýðingarmesta markaðnum varö verðmætasam- dráttur á árinu 1992. Mikill samdrátt- ur varð í sölu á frystum laxi eða sem nam um 12.000 tonnum eða 4.2 milljörðum. Fyrir allan óunninn fisk var um aukningu í útflutningi að ræða sem nam 11.000 tonnum og fór í 56.355 tonn. Útflutningur fersks þorsks jókst um 9.000 tonn og fór í 11.337 tonn. Útflutningur á ferskum ufsa jókst um 29.7% að magni og fór í 16.979 tonn. Samtímis þessu lækkaöi meðalverð á ufsa um 35%. Útflutningur Norömanna á ferskum laxi er þýðingarmesta afurð þeirra á Danmerkurmarkaði og jókst útflutn- ingur þangað um 300 tonn og fór í 17.893 tonn. Frakkland Útflutt magn þangað jókst um 15.408 tonn (23.3%). Verðmæta- aukning nam um 2.9 milljörðum (20.6%). Heildarútflutningur nam um 17.2 milljörðum, en meðalverð lækkaöi um 7.3%. Frakklandsmark- aður er þýðingarmesti markaðurinn og hefur þar með farið fram úr Jap- ans- og Danmerkurmörkuðum. Heildarverðmæti jókst um 20.5%, aðallega vegna nýs lax, en útflutn- ingur jókst um 5.700 tonn og nam 29.300 tonnum (23.3% aukning). Verð á nýjum laxi hækkaði urn 10.6% þannig að hér varð urn út- flutningsmet að ræða. Alls fóru uiri 26.6% af öllum ferskum laxi á Frakklandsmarkað og var verðmæt- ið 9.3 milljarðar króna. Fró höfninni í Repseyju í Noregi. 12 ÆGIR l.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.