Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1993, Side 16

Ægir - 01.01.1993, Side 16
helmingur alls makrilútflutnings Norðmanna er til Japans, en aukn- ing á útfluttum frystum makríl til Japans nam um 2.8 milljörðum króna. Orsök verðfalls norska fiskút- flutningsins er aðallega að finna í þessu mikla framboði á makríl. Fryst loðna jókst um 150% í magni og fór í 5.393 tonn, en verðið hækkaði um 30%. Útflutningur á ferskum laxi jókst um 25% og fór yfir 5.000 tonn, en Japanir greiddu 6% lægra verð. Um helmings samdráttur varð á út- fluttum frystum karfa, auk þess var samdráttur í útflutningi á frystri grá- lúðu, óskelflettri rækju og síld. Sam- tímis hefur einingarverð á rækju og karfa hækkað nokkuð. Samdráttur- inn í útfluttu magni hefur aðallcga orsakast af verra ástandi þessara fiskstofna. Bandaríkin Samdráttur í magni nam 223 tonnum (-1.4%), en verðmætasam- dráttur nam um 383 milljónum króna, eða 9.4%. Heildarútflutningur nam um 3.7 milljörðum króna. Með- alverð lækkaði um 8.7%. Þróunin á Bandaríkjamarkaði vekur nokkurn ugg. Eftir að Bandaríkin innleiddu verndartolla á laxi hefur markaður- inn fyrir ferskan norskan lax dottið út. Árið 1989 keyptu Bandaríkja- ntenn um 12.000 tonn af ferskum norskum uppeldislaxi. Árið 1992 keyptu þeir einungis um 294 tonn. Óhagstæð gjaldeyrisþróun hefur leitt til þess að norskir útflytjendur hafa misst áhugann á Bandaríkjamarkaði. Verð á frystum þorskflökum var ó- hagstætt sökum lágs dollars og sam- keppni ódýrs bolfisks. Aukning út- flutts magns á Bandaríkjamarkað nam um 13.7% og fór í 2.833 tonn, en útflutningsverðmæti dróst saman þar sem meðalverð féll um 17.4%. Danmörk Útflutt magn jókst á þessum markaði um 22.777 tonn (11.4%). Verðmætasamdráttur riam um 2.2 milljörðum króna (-11.3%). Heildar- útflutningur nam um 16.7 milljörð- um króna. Meðalverð lækkaði um 2.3%. Magnaukning útflutnings Norðmanna kemur ekki í veg fyrir mikið verðfall í fiskútflutningi til Danmerkur. Á næst þýðingarmesta markaðnum varö verðmætasam- dráttur á árinu 1992. Mikill samdrátt- ur varð í sölu á frystum laxi eða sem nam um 12.000 tonnum eða 4.2 milljörðum. Fyrir allan óunninn fisk var um aukningu í útflutningi að ræða sem nam 11.000 tonnum og fór í 56.355 tonn. Útflutningur fersks þorsks jókst um 9.000 tonn og fór í 11.337 tonn. Útflutningur á ferskum ufsa jókst um 29.7% að magni og fór í 16.979 tonn. Samtímis þessu lækkaöi meðalverð á ufsa um 35%. Útflutningur Norömanna á ferskum laxi er þýðingarmesta afurð þeirra á Danmerkurmarkaði og jókst útflutn- ingur þangað um 300 tonn og fór í 17.893 tonn. Frakkland Útflutt magn þangað jókst um 15.408 tonn (23.3%). Verðmæta- aukning nam um 2.9 milljörðum (20.6%). Heildarútflutningur nam um 17.2 milljörðum, en meðalverð lækkaöi um 7.3%. Frakklandsmark- aður er þýðingarmesti markaðurinn og hefur þar með farið fram úr Jap- ans- og Danmerkurmörkuðum. Heildarverðmæti jókst um 20.5%, aðallega vegna nýs lax, en útflutn- ingur jókst um 5.700 tonn og nam 29.300 tonnum (23.3% aukning). Verð á nýjum laxi hækkaði urn 10.6% þannig að hér varð urn út- flutningsmet að ræða. Alls fóru uiri 26.6% af öllum ferskum laxi á Frakklandsmarkað og var verðmæt- ið 9.3 milljarðar króna. Fró höfninni í Repseyju í Noregi. 12 ÆGIR l.TBL. 1993

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.