Ægir - 01.01.1993, Blaðsíða 28
24°0‘ 22°0' 20°0' 18°0' 16°0' 14°0' 12°0' 10°0'
Mynd 23. Útbreiðsla 8 ára þorsks, fjöldi/staðaltog.
er hátt hlutfall úr hverjum árgangi, því þá stjórna veiö-
arnar að mestu stofnstærðinni.
í aflatölum endurspeglast árgangastyrkur og kemur
greinilega í ljós hvernig árgangar minnka með aldri.
Aflatölur gefa þó litla vísbendingu um náttúruleg afföll
því ekki er með þeim gögnum einum unnt að greina á
nrilli áhrifa veiða og annarra dauðsfalla.
Spurningin um umfang dauðsfalla er afskapiega á-
hugaverð frá fræðilegu sjónarmiði. Ilins vegar skiptir
hún litlu rnáli fyrir ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunarinnar, a.m.k. ef að-
eins er litið til fárra ára. Þetta kann
að koma spánskt fyrir sjónir, en ef
grannt er skoðað kemur í ljós að
niðurstöður ráðgjafar eru aö rnestu
óháðar því, hver hin raunverulegu
náttúrulegu afföil eru. Stafar þetta af
því að sóknin er svo langt umfram
hagkvæmustu sókn. Niðurstaðan urn
að best (hagkvæmast) sé að draga úr
sókninni stenst því fyrir þau gildi á
M sern koma til greina fyrir þorsk-
stofninn.
Nokkur umræða hefur oröið um
svokallaöa grisjunarkenningu síðustu
ár, en sanrkvæmt henni á að vera
unnt að fá meiri afla með því að
sækja stífar, m.a. í smáfisk. Slíkt er
fyllilega hugsanlegt en þetta þarf þó
að hugsa til enda áður en gerðar eru
tilraunir rneð þorskstofninn. Til að
grisjun gefi af sér rneiri afla þarf
a.m.k. annað tveggja að gilda: (1)
þeir fiskar sem eftir lifi gefi meira í
einstaklingsþunga en sem nemur
þeinr vexti sem hefði orðiö ef ekki
hefði veriö grisjað og/eða (2) nátt-
úruleg afföll verði mikil þegar ár-
gangar eru stórir og því borgi sig að
grisja stóra árganga til þess að konra
i veg fyrir stórfelld dauðsföll vegna
fæðuskorts.
Hvorugur hluti kenningarinnar
stenst nánari skoðun, en hér verður
aðeins rninnst á það sem snýr að
náttúrulegum afföllum.
Á 24. mynd má sjá samanburð á vísitölum þriggja og
fjögurra ára fisks. Hér hafa gögn norður- og suðvestur-
svæðis verið sameinuð. Yngstu aldursflokkar koma vel
frant í stofnmælingunni, en þó er greinilegt að þeir veið-
ast ekki eins vel og þriggja ára fiskur og því erfiðara að
meta dauðsföll. Eldri fiskur er hins vegar það nrikið í
veiðinni að erfiðara er að nota hann þegar reynt er að
meta náttúruleg afföll.
24 ÆGIR l.TBL. 1993