Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Blaðsíða 33
leita þarf umsagnar annarra. Samþvkkið er eklci gilt,
nema það sé skilorðslaust. Ef samþykki væri t. d. háð
þvi skilyrði, að meðlagsskuld frá fvrri tíma félli niður,
væri samþvkki ekki fullnægjandi, og talið hefir verið á
Norðurlöndum, að liér bæri að sama brunni, ef samþvkkj-
andi áskildi sér umgengnisrétt við barnið til frambúðar.
I úrlausnum dómsmálaráðuneytisins liér liefir þess þó
gætt nokkuð að líta á slík skih’rði sem óskráð væru.
Erlendis liefir það verið mikið rætt, hvort samþykki til
ættleiðingar þurfi að lúta að tilteknum kjörforeldrum,
sem greindir séu í samþykkisyfirlýsingu, eða hvort iiitt
dugi, að t. d. móðir óskilgetins barns afsali foreldravaldi
i hendur foreldrum, er nafngreindur aðili útvegi, svo sem
mæðrastvrktarfélag eða harnaverndarnefnd. í brezku ætt-
leiðingarlögunum frá 1950 er algerlega stemmt stigu við
slíkri ættleiðingu. I norrænu ættleiðingarlögunum er ekki
tekin afstaða til þessa álitamáls, en í lagaframkvæmd eru
ættleiðingar á grundvelli slíkra afsalsyfirlýsinga allmjög
tíðkaðar, einkum fyrir milligöngu barnaverndarnefnda og
mæðrastyrktarfélaga. I Svíþjóð hafa gengið dómar um, að
slík ættleiðing sé lögmæt (NJA 1940, bls. 690), en áður
var talið,’ að þær væru ólögmætar (NJA 1932, 439,441).
Hér á landi er slíkt form á samþykki til ættleiðingar mjög
fátítt — og i þeim 500 ættleiðingarlej’fum, sem athugun
mín tók til, voru aðeins tvær með þessu marki brenndar,
og er þess þó að geta, að í báðum tilvikum var nafn barns-
móður greint i ættleiðingarleyfi stjórnvalds, svo að ætt-
leiðing er þar ekki algerlega ónafngreind, svo sem er er-
lendis, þar sem hvorugur veit um annan, kynforeldri harns
né kjörforeldri þess (vera má þó, að ættleiðingarleyfin hafi
ekki komið fvrir sjónir ættleiðenda, en séu varðveitt, t. d.
af lögmanni, og er það a. m. k. leið, sem stundum er farin
erlendis). Erfðatengsl eru að lögum milli kynforeldra og
kjörharns, en allt að einu er ætlandi, að slíkar ættleiðing-
ar, þar sem kvnforeldri og kjörforeldri væri ókunnugt
hvort um annað, verði metnar gildar hér á landi. Við þess
Tvnarit lögfræöinga
95