Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Blaðsíða 61
er tíðkast nú mjög að auglýsa vörur í útvarpi. Sé um
samsett merki að ræða er það þá aðeins orðið en ekki
myndin, sem lieyrist.
Sama máli gegnir þegar vara er t. d. pöntuð í gegn um
simann. Þá er það eingöngu hljómmyndin eða orðið sjálft,
sem heyrist og ruglingi getur valdið. Ruglingshætta er
því ekki útilokuð, þótt annað merkið sé jafnframt orð-
og myndmerki en hitt aðeins orðmerki, ef hætt er við
ruglingi vegna framburðar eingöngu, sbr. dóm sjó- og
verzlunardóms Reykjavíkur, í málinu: Henkel & Cie
CMBH gegn Verksmiðjunni Herco h.f. uppkv. 26. marz
1957.1)
Þó geta vörumerki verið þannig úr garði gerð, að minna
gæti framburðar þess eða hljóms en útlits þess. Getur þá
aðaltákn þess legið t. d. í lit þess, formi eða heildarútliti
(general aspect), enda þótt engin ruglingshætta sé í fram-
hurði eða á milli aðal-orðanna og þau hvert öðru gersam-
lega ólík. Sem dæmi um þetta má t. d. benda á dóma
hæstaréttar, uppkv. 13. nóv. 1957 í málinu: Efnagerð
Reykjavíkur h.f. gegn P. Beiersdorf & Co. A-G, svo og
danskan hæstaréttardóm frá 29. júní 1933, U.f.R. 1933
bls. 728.1 2).
I tveim hinum síðast töldu málum var annars vegar um
að ræða vörumerkin „NIVEA-CREME" og „RÓSöL-
CREME“ en i binu málinu vörumerkin FYFFES og
KAMERUN. í hvorugu þessara mála gat verið um rugl-
ingshættu að ræða vegna orðanna sjálfra. Hins vegar
skipti hér litur, umbúðir og heildarútlit mestu máli um
ruglingshættuna.
Sé um hrein orðmerki að ræða er rétt að liafa það í
1) Sbr. ennfremur sænskan dóm uppkv. í Regeringsrátten 9.
sept. 1954, NIR, 1955, 2.—3. hefti þar sem orð- og myndmerkið
COMPOLAX var talið of likt orðmerkinu COMPO fyrir sömu
eða svipaða vörur.
2) Dómur þessi er nánar rakinn í Hude og Olsen: bls. 188
—189.
Tímarit lögfrœðinga
123