Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Blaðsíða 88
liinni brottfelldu grein fólst. I skýringunum við 18. grein
álits síns frá 1956 fjallar nefndin um málsgrein, sem
verið hafði i 18. gr. i álitinu 1955, en nefndin hafði fellt
hrott í álitinu 1956. Um það segir nefndin í skýringun-
um við 18. gr.:
„Bj' omitting this paragraph, the Commission did
not mean to imply that it does not contain a general
estahlished rule of international la\v.“
Engin slík athugasemd er i álitinu 1956 um brottfell-
ingu síðari hluta 3. mgr. 3. gr. álitsins frá 1955.
1 skýringunum við 3. gr. 1955 tekur nefndin það sér-
staklega fram, að aðeins liafi fengizt naumur meirihluti
fvrir þeirri skoðun, að ríki hafi rétt til þess að neita að
viðurkenna útfærslu landhelginnar út fyrir 3 mílur. Yirð-
ist þvi margt mæla m'eð þeirri skoðun, að nefndin hafi
fallið frá því að setia fram þessa takmörkunarreglu á
rétti strandríkisins, en látið nægia að geta þess í 3. mgr.
3. gr. 1956 að mörg ríki viðurkenni ekki víðari mörk
en 3 mílur, ef þau hafi sjálf skemmri landhelgi en ríkið,
sem út færir, án þess að taka afstöðu til lögmætis slikr-
ar breytni.
Ljóst er lika, að ef slik takmörkunarregla væri hins-
vegar talin enn gilda, þá væri hún i algjörri andstöðu
við anda og efni annarra fyrirmæla Þjóðréttarnefndar-
innar um víðáttu landhelginnar, því að hún hefði óhjá-
kvæmilega i för með sér, að flestar þjóðir, sem hyggðu
á útfærslu væru hindraðar í því að öðlast þær hagsbæt-
ur, sem við útfærsluna eru tengdar. Þriggja mílna regl-
an væri með öðrum orðum liafin i enn æðra veldi en
hún nokkru sinni var á síðustu öld. Er því mjög hæpið
að viðurkenna gildi slíkrar takmarkaðrar undanþágu-
reglu, er ynni svo mjög gegn meginsjónarmiðum Þjóð-
réttarnefndarinnar um lögmæti 12 milna landhelgi og
framkvæmd yfirgnæfandi meirihluta ríkja lieims, reglu,
150
Tímarit lögfrœðinga