Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Blaðsíða 53
og eftir aðra frændur kjörforeldris síns. Hér verða því al-
ger fjölskylduskipti við ættleiðinguna að því er varðar
erfðarétt og erfðatengsl.1) Eftir dönsku lögunum er þó
heimilt að kveða svo á í ættleiðingarleyfi samkv. ósk ætt-
leiðenda, að erfðatengsl haldist milli kjörbarns og ættingja
þess. Lausn nýju ættleiðingarlaganna á Norðurlöndum
byggist á þeim sjónarmiðum, sem gætir æ meir við ætt-
leiðingarlöggjöf, ekki sízt í Bretlandi og Frakldandi, að
affarasælast sé fyrir barnið sjálft, að það tilheyri aðeins
einni fjölskyldu, fjölskyldu kjörforeldra, og vænlegast sé
til góðs uppeldisárangurs að rjúfa algerlega tengslin við
ættmenni kjörbarns. Hér koma einnig til greina sérsjónar-
mið erfðaréttarins, en þar gætir þess viðhorfs æ meir, að
blóðböndin sem slík geti naumast réttlætt erfðatengsl
milli aðiljá, heldur þurfi auk þess að koma til raunveru-
leg samstaða og tengsl. Slíkri samstöðu sé hins vegar ekki
almennt til að dreifa milli kjörbarns og ættingja þess.
Hafa ber liugfast, er virða á þetta mál hér á landi, að
hér eru ættleiðingar stjúpforeldris á stjúpbarni hlutfalls-
lega mjög tíðar og einnig er það títt, að kjörforeldri — eða
annað þeirra — sé ættingi kjörbarns. f slíkum tilvikum
er það margoft svo, að tengslin lialdast milli kjörbarns og
ættingja þess þrátt fyrir ættleiðinguna, og er því félags-
legur grundvöllur fvrir ei'fðatengslum. Að vísu má segja,
að frændur barnsins geti arfleitt það, ef tengslin séu náin,
en úr áformum um arfleiðslu verður oft lítið og stundum
er raunar ókleift að koma henni við. 1 Noregi og Svíþjóð
virðast ættleiðingar af hendi stjúpforeldra vera hlutfalls-
lega fátíðar, og er því ekki allskostar við reynslu þeirra
þjóða miðandi í þessu efni. Af þessum ástæðum tel ég var-
1) Ástæða er til að geta þess hér, að fyrsta lagafrumvarpið á
Norðuriöndum, sem gerði ráð fyrir að slíta algerlega erfðatengsl-
in milli kjörbarns og kyníoreldris, mun vera frv. til erfðalaga,
sem flutt var á Alþingi 1943, Alþ.tíð. 1943, A, þskj. 44. í umsögn
sinni lagði lagadeildin gegn þeirri tilhögun, Alþ.tíð. 1943, A, bls.
555.
Tímarit lögfrœöinga
315