Tímarit lögfræðinga - 01.06.1959, Blaðsíða 92
greinda svæði. Orðalag greinarinnar ber nieð sér, að hér
er um að ræða hreina afturtæka lej’fisveitingu, sem að
öllu er komin undir vilja Sovétstjórnarinnar, en er ekki
byggð á sögulegum réttindum gagnaðiljans, né lögmætri
kröfu hans til fiskveiðiréttinda á samningssvæðinu sam-
kvæmt þjóðréttarreglum.
Hvor samningsaðilinn sem er, getur sagt samningnum
upp með 6 mánaða fvrirvara.
Með því að fala fiskveiðiréttindi úr hendi Sovétrikj-
anna með samningnum, veittu Bretar fulla viðurkenn-
ingu á því, að Sovétríkin ættu óskoraða lögsögu að því
er fiskveiðar snerti yfir samningssvæðinu. Hefðu þeir
talið samningssvæðið úthaf eftir sem áður, hefðu Bretar
tekið þann kostinn að halda áfram að stunda fiskveiðar
á samningssvæðinu, sem ekkert hefði í skorizt — undir
flotavernd, ef nauðsyn hefði krafizt(!) Með samningsgerð-
inni viðurkenndu þeir hins vegar 12 mílna landhelgis-
mörkin við strönd Sovétríkjanna, svo sem þau voru á-
kvörðuð í tilskipuninni frá 1921 og lögsögu Sovétríkj-
anna út að þeim mörkum.
Skoðun þessi er þó ekki óumdeild. Bretar sjálfir halda
því fram, að með samningsgerðinni hafi þeir ekki viður-
kennt 12 mílna fiskveiðilandhelgi Sovétríkjanna. Byggja
þeir þá fullvrðingu sína á efni 2. gr. samningsins, en hún
er svohljóðarndi:
„Nothing in this temporaryAgreement shall hedeemed
to prejudice the views lield hy either contracting Gov-
ernment as to the limits in international law of terri-
torial waters.“
Brezka stjórnin liafi jafnan haldið því fram, að 3 míl-
ur væru hin einu löglegu landhelgismörk. Þvi breyti samn-
ingurinn engu þar um, þar sem ákvæðið í 2. gr. hans'
itreki þá afstöðu Brellands. Hér her þess hins vegar að
gæta, að fyrirvari í þjóðréttarsamningi getur aldrei geng-
ið í herhögg við efni og tilgang samningsins sjálfs og
gjörbrevtt þannig eðli hans, lieldur verður jafnan að
154
Tímarit lögfrœSinga