Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Side 3
TIMARIT LOGFRÆÐINGA
2. hefti 1970
DR. JUR. BJARNI BENEDIKTSSON
FORSÆTISRÁÐHERRA
Bjarni Benediktsson fæddist í Reykjavík 30. apríl lt)08,
sonur Benedikts Sveinssonar, sem lengi var forseti neðri
deildar Alþingis, og konu hans, Guðrúnar Pétursdóttur
frá Engey. Þarf ekki að rekja þær ættir lengra. Bjarni
lauk prófi frá Menntaskólanum í Beykjavik vorið 1926,
var skíáður i lagadeild Háskóla Islands þá um haustið
og lauk emhættisprófi vorið 1930. Árin 1930—1932 var
hann við framhaldsnám, aðallega í Berlín, og lagði einkuni
stund á stjórnlög. Námsmaður var Bjarni með ágætum,
enda fóru saman afhurða gáfur, mikið vinnuþrek og
starfsgleði. Hann tók ríkan J>átt i félagsmálum stúdenta
á námsárum sínum, enda hafði hann frá barnæsku alizt
upp í umhverfi, þar sem stjórnmál og félagsstarfsemi var
mjög á oddi. A æskuheimili hans voru og fornar dyggðir
mjög í lreiðri hafðar, en íslenzkt mál og saga voru þar
í öndvegi. Þegar að námi loknu var hann settur prófessor
við Lagadeild Háskólans (12/8 1932) og skipaður í stöð-
una um ári síðar. Hann var settur horgarstjóri í Reykja-
vík 8/10 1940, en kosinn horgarstjóri 1941 og gegndi því
starfi, unz hann var skipaður utanríkis-, dóms- og kirkju-
málaráðherra 4/2 1 947. Frá þeim tíma og til dánardags