Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Blaðsíða 21
L. M. F. í. að fylgjastmeð þessu, sbr. 8. gr. og krefjast þess,
að leyfi verði afturkallað, ef ástæða er til. Virðist full
þörf á að þau mál verði tekin fastari tökum.
Svipta má mann lögmannsleyfi með dómi samkvæmt
68. gr. hegningarlaga, sbr. 6. gr. laga nr. 31/1961. Slik
leyfissvipting getur bæði verið samfara áfellisdómi vegna
brots í starfi1) og áfellisdómi vegna brota annars eðlis.2)
Þá getur dómsmálaráðherra svipt lögmann leyfum um
stundarsakir eða að fullu og öllu ef miklar sakir eru.
a. Ef lögmaðurinn hefur verið sektaður þrisvar sinnum
samkvæmt 188. gr. laga nr. 85/1936. Líklegt er, að
sama eigi við með lögjöfnun um hliðstæð brot, sam-
kvæmt XIX. kafla laga nr. 82/1961. Þar sem hér er
um refsingar að ræða, er dómsmálaráðherra létt að
fylgjast með þessu. Hins vegar er eigi kunnugt um
að þessum ákvæðum hafi verið beitt, enda þótt heim-
ildir hafi verið til.
h. Ef tjórn L. M. F. í. leggur einróma til slíka sviptingu
vegna tiltekinna óviðurkvæmilegra athafna félags-
manns í starfi sínu. Ekki er heldur kunnugt um að
þessari heimild hafi verið heitt.
Áður en svipting er framkvæmd samkvæmt framan-
greindum heimildum, skal „leita“ álits dóms þess, sem
hlut á að máli. Ekki er skýrt, hvað átt er við með þessu
ákvæði. Helzt virðist mega skýra það þannig, að leita skuli
álits þess dómstóls, þar sem brot er framið. Hins vegar
getur verið um atferli að ræða, sem ekki kemur til kasta
dómstóla, sbr. b-lið. Virðist þá ekki verða til dómstóls
leitað.
Það athugast, að vitanlega er þessi réttindasvipting
framkvæmdavaldsathöfn, og verður lögmæti hennar ætíð
borið undir dómstólana.
1) Hrd. IX, bls. 580. Hrd. XXXIII, bls. 243.
2) Hrd. XXXIX, bls. 876.
Tímarit lögfræðinga
109