Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Page 21

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Page 21
L. M. F. í. að fylgjastmeð þessu, sbr. 8. gr. og krefjast þess, að leyfi verði afturkallað, ef ástæða er til. Virðist full þörf á að þau mál verði tekin fastari tökum. Svipta má mann lögmannsleyfi með dómi samkvæmt 68. gr. hegningarlaga, sbr. 6. gr. laga nr. 31/1961. Slik leyfissvipting getur bæði verið samfara áfellisdómi vegna brots í starfi1) og áfellisdómi vegna brota annars eðlis.2) Þá getur dómsmálaráðherra svipt lögmann leyfum um stundarsakir eða að fullu og öllu ef miklar sakir eru. a. Ef lögmaðurinn hefur verið sektaður þrisvar sinnum samkvæmt 188. gr. laga nr. 85/1936. Líklegt er, að sama eigi við með lögjöfnun um hliðstæð brot, sam- kvæmt XIX. kafla laga nr. 82/1961. Þar sem hér er um refsingar að ræða, er dómsmálaráðherra létt að fylgjast með þessu. Hins vegar er eigi kunnugt um að þessum ákvæðum hafi verið beitt, enda þótt heim- ildir hafi verið til. h. Ef tjórn L. M. F. í. leggur einróma til slíka sviptingu vegna tiltekinna óviðurkvæmilegra athafna félags- manns í starfi sínu. Ekki er heldur kunnugt um að þessari heimild hafi verið heitt. Áður en svipting er framkvæmd samkvæmt framan- greindum heimildum, skal „leita“ álits dóms þess, sem hlut á að máli. Ekki er skýrt, hvað átt er við með þessu ákvæði. Helzt virðist mega skýra það þannig, að leita skuli álits þess dómstóls, þar sem brot er framið. Hins vegar getur verið um atferli að ræða, sem ekki kemur til kasta dómstóla, sbr. b-lið. Virðist þá ekki verða til dómstóls leitað. Það athugast, að vitanlega er þessi réttindasvipting framkvæmdavaldsathöfn, og verður lögmæti hennar ætíð borið undir dómstólana. 1) Hrd. IX, bls. 580. Hrd. XXXIII, bls. 243. 2) Hrd. XXXIX, bls. 876. Tímarit lögfræðinga 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.