Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Blaðsíða 10
t
JÓNATAN HALLVARÐSSON
HÆSTARÉTTARDÓMARI
Grein þessi eftir Bjarna Benediktsson forsætisráðherra
birtist í Morgunblaðinu 24. janúar 1970 og er birt hér
með leyfi barna hans.
Jónatan Hallvarðsson varð sjólfur, að mestu einn og
óstuddur, að sjá sér farborða á námsbraut sinni. Hann
bafði þvi á þeiin áruin lagt gjörfa hönd á fleira en flestir
skólabræðra Iians, sem bjuggu við auðveldari kjör i
æsku.
Jónatan lauk gagnfræða]irófi utanskóla við Mennta-
skólann í Reykjavík árið 1923, þá rúmlega tvítugur, sat
einungis einn vetur í skólanuin, í fjórða bekk, og lauk
stúdentsprófi utanskóla á árinu 1925 með góðri 1. einkunn.
Ilann hafði jiá lesið fimmta og sjötta bekk á einum vetri
og jafnframt unnið fyrir sér. í lagadeild Háskólans settist
bann baustið 1925 og tók embættispróf vorið 1930 með
góðri 1. einkunn, eftir 5 ára veru í deildinni, og var jiað
ekki lengri, heldur skemmri timi en ýnisir þeirra, sem
engu höfðu öðru að sinna en náminu, þurftu lil að Ijúka
þvi. A þessum árum var Jónatan m. a. heimiliskennari
hjá barnmörgum fjölskyldum. Þar af spratt ævilöng vin-
átta hans og Ellingscns-fólksins.
Jónatan gerðist l'ulltrúi lögreglustjórans i Reykjavik
strax sumarið 1930. Eftir það varð braut bans bein til
vandasömustu og æðstu lögfræðiembætta i landinu. Fyrst
var hann fulltrúi lögreglustjóra í sex ár, síðan settur lög-
reglustjóri i fjögur ár, þá fyrsti sakadómari i Reykjavík
fimm ár, lengst af skipaður, og loks skipaður hæstaréttar-
dómari i tæp tultugu og fimm ár.
98
Tímarit lögfræðinga