Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Síða 14
En þótt ýmsar Mikur væru á lofti í samskiptum manna,
virtist okkur samt stefna í rétta átt.
Þá minntumst við mjög ánægjulegs ferðalags, sem við
fjögur höfðum farið vestur á Snæfellsnes fyrir nokkrum
árum. Yið lögðum þá lykkju á leið okkur niður Mýrar
og fórum út í Skutilsey, þar sem Jónatan lifði sín fyrstu
bernskuár. Nú var eyjan komin i eyði, en Jónatan varð
ungur í annað sinn, þegar hann sýndi okkur bernsku-
stöðvarnar og lwernig fugl var þar fangaður. Þegar þessi
ferð var farin, var verið að leggja veginn fyrir Ólafsvikur-
enni og komumst við því ekki þá leið, heldur snerum við
í Rifi. S.t. sumar ætluðum við að bæta úr því, en mér
varð ætíð eitthvað til farartálma. Á dögunum liétum við
að láta ekki fara svo að sumri, enda gætum við þá minnzt
fjörutíu ára lögfræðingsafmælis okkar.
En hér hefur sem oftar farið öðru vísi en ætlað var.
Jónatan var þegar orðinn hættulega veikur, þótt hann
léti það ekki uppi út í frá.
IJjarta hans var hilað svo að liann átti erfitt með gang
og varð að halda sér við með meðulum. Hann ætlaði ekki
að láta skríða til skarar uin sjúkdóminn fyrr en eftir jól.
Þá var það orðið um seinan, en sjálfur sýndi hann þessa
siðustu daga sömu fyrirhyggju og æðruleysi og liann
hafði gert allt sitt líf. Og sjaldan hefi ég hitt glaðari mann
og lijartsýnni en Jónatan var þetta síðasta samvistakkvöld
okkar. Ég þekki og engan, sem ánægðari hefur mátt líta
yfir Mfsferil sinn en Jónatans Hallvarðsson.
Bjarni Benediktsson.
102
Tímarit lögfræðinga