Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Síða 28
lýsingar um lagaatriði, eru mikla likur til, að hann verði
talinn bótaskyldur, ef svo yrð’i á litið, að framferði hans
að þessu leyti yrði talið óforsvaranlegt. I þessu sambandi
er þó rétt að minnas þess, að mjög erfitt getur verið að
segja til um hvernig dómstólar meti slik atriði og skoðanir
manna á skýringum lagaákvæða eru misjafnar. Þótt lög-
fræðilegt álit manns uin ákveðið efni reynist rangt, þá er
ekki þar með sagt, að hann hafi fellt á sig fébótaskyldu.
Ráðleggingin verður að vera óforsvaranleg og hægt að
segja að slík ráð hefði meðallögmaður ekki gefið.
Spjalli þessu er rétt að ljúka með því að minna á, að
starf lögmanna er tviþætt. Annars vegar er starf þeirra
réttargæzla, þáttur í starfi dómstóla, en hins vegar þjón-
ustustarf fyrir einstaklinga. Hvorttveggja ber þeim að
inna af hendi af alúð, skynsemi og réttsýni og það er
þjóðfélagsnauðsyn, að þess sé gætt.
S K R A
um rit notuð við samantekt greinar þessarar.
A. Vinding Kruse: Advokatansvaret. 2. útg. Kbh. 1962.
Axel Pedersen: Sagförergerningen. I og II. 1. útg. Kbh. 1951
og 1953.
Árni Tryggvason: Þagnarskylda málflutningsmanna og lækna
fyrir dómi, um einkamál manna. Tímarit lögfræðinga II.
árg., 1952, bls. 31—64.
Benedikt Sigurjónsson: Um fébótaábyrgð lögmanna. Tímarit
lögfræðinga VI. árg., 1956, bls. 65—76.
Henry Ussing: Erstatningsret. 5. útg. Kbh. 1959.
Hæstaréttardómar, I—XL. Reykjavík.
Stephan Hurvitz: Tvistemál, 2. útg. Kbh. 1959.
116
Tímarit lögfræðinga