Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Side 56
Nýr dr. juris
Hinn 23. maí þ. á. var dokt-
orspróf haldið við Lagadeild
Háskólans. Varði Gaukur Jör-
undsson prófessor þá ritgerð
sína, „Eignarnám“. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs hér í Reykjavík
gaf hókina út 1969. Hér er um
mikið rit að ræða, 404 hls. að
viðbættri ritaskrá, dómaskrá og
ítarlegu efnisyfirliti, alls 18 bls.
Andmælendur við vörnina
voru þeir prófessorarnir Ólafur
Jóhannesson og Þór Viliijálms-
son. Nokkrar atliugasemdir
gerðu þeir, eins og eðlilegt var, þvi að engin mannanna
verk eru alfullkomin. Þeir fóru hins vegar miklum viður-
kenningarorðum um ritgerðina og mun mega segja, að
þar hafi ekki verið ofsagt.
Ritgerðin fjallar um efni, sem alltaf er mjög á oddi, því
að löngum hefur hrunnið við, að menn væru injög á verði
um eignarréttindi sin, og þá ekki sízt nú, er félagsleg
sjónarmið gera mjög vart við sig, bæði á sviði stjórnmála
almennt og i löggjöfinni. Hér má nefna t. d., að í ritgerð-
inni er ítarlega rætt um eignarréttinn annars vegar, en
skatta, náttúruvernd, friðunarlöggjöf, skipulagslöggjöf o.
fl. hins vegar. Öll þessi efni eru mjög i deiglunni, og hefur
ritgerðin þvi mjög hagnýtt gildi á víðum vettvangi.
1 inngangi víkur höfundur að stjórnarskránni, sérstöðu
hennar í réttarkerfinu og viðhorfi til eignarréttinda. Þar
segir m. a.: „Lengi hefur það verið mönnum íhugunar-
efni, livort handhöfum ríkisvalds væru takmörk sett í
meðferð valds síns og eftir hverjum sjónarmiðum þau
ætti að draga, ef á annað borð væri viðurkennt, að ein-
144
Tímarit lögfræðinga