Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Page 58
Frá Lögfræðingafélagi íslands
Árið 1969 var starfsemi Lögfræðingafélags Islands
óvenjulega mikil og fjölþætt. Haldnir voru 15 stjórnar-
fundir og 6 almennir félagsfundir auk aðalfundar. Enn-
fremur hélt kjaramálanefnd félagsins 20 fundi á árinu.
Tímarit lögfræðinga kom úl reglulega á árinu.
MENNTUN LÖGFRÆÐINGA
Meðal merkari mála, sem félagið fékkst við á árinu,
voru menntunarmál lögfræðingastéttarinnar. Voru þau
rædd á mörgum stjórnarfundum. Beindusl umræður og
athuganir að tveim meginþáttum, annars vegar laganámi
til kandídatsprófs og hins vegar menntun lögfræðinga að
loknu embættisprófi. Einn þáttur í könnun þessara mála
var fundur, sem haldinn var um nýskipan laganáms hinn
25. febrúar 1969, en hans er frekar getið á öðrum stað
hér á eftir.
I ágúst 1969 sendi félagið bréf til Bandalags háskóla-
manna (BHM) og lagadeildar Iláskóla íslands um nokkra
þætti menntunarmálsins. Fer meginhluti bréfsins hér á
eftir:
„Fram að þessu hefur ekki verið til að dreifa hér á landi
skipulegri framhalds- eða viðhaldsmenntun fyrir lögfræð-
inga. Hafa lögfræðingar orðið að leita slíkrar menntunar
við erlenda háskóla, fyrst og fremst fræðilegrar fram-
haldsmenntunar. Vegna mikils kostnaðar við utanfarir
og takmarkaðra styrkjamöguleika, er þessi leið nú fáum
fær. Auk þess fellur slíkt nám ekki alltaf nógu vel að
íslenzkum aðstæðum og hefur ekki nýzt sem skyldi vegna
vöntunar á upplýsingum og leiðbeiningum um háskóla og
námskosti, skipulagningu náms og vinnubrögð. Hérlendis
liefur sá kostur einn verið fyrir hendi að halda við þeklc-
146
Tímarit lögfræðinga