Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Page 61
skeiðið á vegum félagsins og lagadeildar. Fjallar það um
fasteignir og fer væntanlega fram eftir næstu áramót.
KJARAMÁL
Kjaramálanefnd félagsins vann mjög gott starf. Hún
kom á laggirnar undirnefnd, svonefndri kröfugerðar-
nefnd, sem vann að sérstöku verkefni og skilaði áliti
haustið 1969.
Dómsmálaráðherra var sent hréf með kröfum um
launahækkanir fyrir dómara og dómarafulltrúa og var
því fylgt eftir með viðtölum við ráðherra.
Því miður hefur sýnilegur árangur af störfum kjara-
málanefndar ekki enn orðið mikill, en ekki má gleyma
því, að þetta ár var annað starfsár nefndarinnar og verk-
efni hennar eru þess eðlis, að skjóts árangurs er ekki að
vænta. Hins vegar hcfur farið fram á vegum nefndarinnar
vcigamikið undirbúningsstarf, sem er alger forsenda fyr-
ir framhaldsaðgerðum 1 kjaramálum lögfræðinga. Verða
félagsmenn að sýna skilning og þolinmæði, þótt upp-
skeran láti eitthvað bíða eftir sér.
Á aðalfundi var samþykkt svofelld tillaga félagsstjóm-
arinnar imi kjaramál:
„Aðalfundur Lögfræðingafélags Islands lýsir yfir
fullum stuðningi við launakröfur þær, sem kjara-
málanefnd félagsins hefur sett fram i bréfi til dóms-
málaráðherra dags. 18. þ.m. Skorar fundurinn á alla
lögfræðinga að sýna einhug og einbeittni til fram-
gangs launakröfum þessum.‘‘
Væntanlega verður kjaramálunum gerð frekari skil i
grein í næsta hefti Tímarits lögfræðinga.
BANDALAG HÁSKÓLAMANNA
Starfsemi BHM var með svipuðu sniði og undanfarin
ár og tók félagið þátt í störfum bandalag'sins að venju.
Nokkrar deiklr urðu um fjármál BHM og bar stjórn
Tímarit lögfræðinga
149