Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Page 63
var prófessor Þór Vilhjálmsson framsögumaður. Pró-
fessor Þór gat þess í upphafi, að núgildandi reglugerð um
lagakennslu væri orðin allgömul eða um 20 ára og að
nokkur gagnrýni hefði komið fram. Hann reifaði skipun
og störf nefndar, sem lagadeild Háskóla Islands hafði
komið á laggirnar til að gera tillögur um breytingar.
Rakti hann síðan fram komnar breytingartillögur varð-
andi kennsluhætti í lagadeild o. fl., þ. á m. meginatriðin
í tillögum, er hann hafði lagt fram. Ennfremur ræddi
framsögumaður atvinnuhorfur lögfræðikandídata og
margt fleix-a. Síðan urðu ahnennar umræður og tóku þátt
í þeim auk framsögumanns þeir Jónatan Þórmundsson,
lektor, lagastúdentamir Gunnar Jónsson, Ingólfur Hjart-
ai'son og Víglundur Þorsteinsson og borgardómarafulltrú-
arnir Björn Þ. Guðmundsson og Hi'afn Bragason. Margir
laganemar voru á fundinuxn auk félagsmanna.
Á þriðja fundinum flutti dr. Þórður Eyjólfsson fyrii'-
lestur um efnið: „Takmörkuð ábyrgð útgerðarmanna“.
Er fyi’irlestui'inn birtur í Tímariti lögfræðinga 1969, bls.
87—101. Að ei'indinu loknu tóku til máls prófessor Theo-
dór B. Líndal og Valgarð Briem, hdl. Loks svaraði dr.
Þórður fyrirspumum og mælti nokkur lokaorð.
Fjói'ði umræðufundur félagsins hófst með erindi Harð-
ai’ Einai'ssonai', hdl., er hann nefndi „Réttarstaða karls
og konu í óvígðri sambúð“. Erindi þetta er birt aukið og
breytt í Clfljóti 1970, bls. 295—313. Á fundiniun urðu
síðan umræður og tóku þátt í þeim dr. Gunnlaugur Þórð-
arson, Steingrímur Gautur Kristjánsson, bæjarfógetafull-
trúi og pi'ófessor Þór Vilhjálmsson.
Þá var haldinn fundur um „Lögkjör sveitarfélaga“ og
flutti þar erindi Steingrímur Gautur Kristjánsson. Hann
ræddi m. a. sveitarstjórnarlög nr. 58/1961. Hann gerði
grein fyrir efni þein'a, surns staðar ítarlega, annars staðar
lauslega, kom fram með eigin athugasemdir og fléttaði
inn í erindið sögulegum staðreyndum um tilurð sveitar-
félaga og þróun þeirra, en allt þetta varpaði skýrara
Tímarit lögfræðinga
151