Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Page 66
Bragason, fulltr. yfirborgardómara, og Þorvaldur G.
Kristjónsson. Til vara voru kosnir Benedikt Blöndal,
Bragi Steinarsson og Magnús Thoroddsen.
Á aðalfundinum voru miklar umræður um skýrslu for-
manns og margvísleg önnur mál. Fundarstjóri var Hákon
Guðmundsson, yfirborgardómari.
Arnljótur Bjömsson
Jónsbók - Gömul bók og ný
Það leikur ekki á tveim tunguni, að bezta útgáfa af
Jóns lagabók er útgáfan, sem Ölafur Halldórsson skrif-
stofustjóri sá um og út kom árið 1904, studd af ríkissjóði
Dana (Kbh. S. L. Möllers Bogtrykkeri).
Bókin hefur undanfarið verið lítt eða ekki fáanleg. Það
eru því gleðifréttir að hún hefur nú verið gefin út að
nýju lijá Odense University press 72 Vindegade D. K.
5100 Odense, Danmark, en það er útgáfufyrirtæki hins
nýlega stofnaða háskóla í Odense.
Dr. Gunnar Thoroddsen, fyrrv. ambassador Islands í
Danmörku, skrifar eftirmála. Er þar rakin réttarsöguleg
þýðing Jónsbókar og skýrt nokkuð frá ævi og störfum
Ölafs Halldórssonar.
Verð bókarinnar er $ 27.50. Hana má panta beint frá
forlaginu og sjálfsagt munu hérlendir bóksalar geta út-
vegað hana.
Th. B. L.
154
Tímarit lögfræðinga