Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Side 69
árstíðarvörur að áliti liinna verzlunarfróðu samdómenda.
Hefur því síðasttalin varnarástæða stefnda heldur ekki
við rök að styðjast.
Stefndi liefur ekki reist rétt sinn til riftunar á kaup-
unum á þvi, að stefnandi hafi afgreitt vöruna of seint,
en eftir gögnum þeim, sem fyrir liggja, var afhendingar-
staður hennar hjá seljanda, heldur á hinu, svo sem áður
er fram komið, að liann hafi ekki getað fengið vöruna
í hendur, þegar hún var komin hingað til lands, vegna þess
að farmskírteini yfir hana hafi ekki verið sent til inn-
lausnar i hanka hér, eins og óskað hafði verið eftir á
pöntunarseðlunum og sé þetta afhendingardráttur hjá
stefnanda.
Gera verður ráð fyrir, að stefndi hafi fljótlega eftir að
honum barst í hendur reikningur stefnanda frá 12. sept-
ember 1958, fengið vitneskju um það, að varan væri komin
hingað til lands, svo og að farmskírteini yfir hana hefði
ekki verið sent jafnframt. Engum athugasemdum hreyfði
stefndi við stefnanda út af því, að farmskírteini hefði
ekki borizt, né heldur gaf hann stefnanda til kynna, að
hann teldi sig hafa rétt til að rifta kaupunum vegna þess-
arar vöntunar og hefði í hyggju að neyta þess réttar. Þá
svaraði stefndi ekki, eins og áður er frani komið, fyrr-
greindum kröfuhréfum stefnanda. Verður því að telja,
að stefndi hafi með aðgerðarleysi firrt sig rétti til að rifta
kaupunum, þó að um slíkan rétt kynni að hafa verið að
ræða, sbr. 27. gr. laga nr. 39 frá 1922 um lausafjárkaup“.
Samkvæmt þessu urðu málsúrslit þau, að stefndi var
dæmdur til að greiða hina umstefndu fjárhæð ásamt vöxt-
um, eins og krafizt hafði verið, gegn afhendingu farm-
skirteinis jdir vöruna, en málskostnaður var látinn falla
niður.
(Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavikur 11. apríl 1960).
Fyrirtækið M h.f. höfðaði mál gegn dánarbúi B vegna
veitingastofunnar V til greiðslu skuldar að fjárhæð kr.
Tímarit lögfræðinga
157