Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Qupperneq 72
bók Reykjavíkur að hinni árangurslausu fjárnámsgerð
iijá samþykkjanda víxilsins, sem áður er drepið á. Þykir
því umgetin kvittun stefnanda ekki hafa losað stefnda
undan ábyrgð á greiðslu andvirðisins og kostnaðar vegna
viðskiptanna og þar sem fjárhæð stefnukröfunnar eða
vaxtareikningur stefnanda hefur ekki verið vefengdur,
enda í samræmi við gögn málsins, verða dómkröfur hans
teknar til greina að öllu leyti“.
(Dómur sjó- og verzlunardóms Reykjavi'kur 8. októher 1960).
S, stýrimaður á Eskifirði, höfðaði mál gegn hlutafélag-
inu A á Eskifirði og gerði þær dómkröfur aðallega, að
viðurkenndur yrði sjóveðréttur í skipi stefnda, b.v. V,
fyrir kr. 74.840.15 auk 6% ársvaxta frá 1. maí 1959 til
greiðsludags, kr. 8.400.00 í málskostnað og alls kostnaðar
við fjárnám og upphoð á nefndu skipi, en sá kostnaður
nam skv. sundurliðuðum reikningi, sem stefnandi lagði
fram í málinu, kr. 1.915.00.
Til vara krafðist stefnandi þess, að viðurkenndur yrði
sjóveðréttur hans i áðurnefndum báti fyrir kr. 24.913.38
auk 6% ársvaxta frá 1. maí 1959 til greiðsludags, kr.
3.500.00 i málskostnað og alls kostnaðar við fjárnám og
uppboð á skipinu, skv. framansögðu. Þá krafðist stefnandi
málskostnaðar úr hendi stefnda.
Dómkröfur stefnda voru þessar: Að aðeins yrði viður-
kennt sjóveð í h.v. V aðallega fyrir kr. 24.913.38, en til
vara fyrir kr. 26.250.00, hvort tveggja fjárhæðirnar án
vaxta, að aðeins verði viðurkennt sjóveð í nefndu skipi
fyrir kr. 3.000.00 i málskostnað, að hann yrði sýlcnao-ur af
kröfum stefnanda að öðru leyti, að honum yrði dæmdur
málskostnaður í málinu.
Málavextir voru í aðalatriðum þeir, að á árinu 1957 og
á árinu 1958 var stefnandi stýrimaður á h.v. V, sem liið
stefnda fyrirtæki gerði út á fiskveiðar á þeim tíma. Einnig
gegndi stefnandi síðara árið skipstjórastörfum á skipinu
í forföllum eða fjarveru skipstjóra. Krafa sú, sem stefn-
160
Tímarit lögfræðinga