Tímarit lögfræðinga - 01.06.1970, Page 78
Á víð og dreif
Nýr dómsmálaráðherra.
Eftir liið sviplega andlát Bjarna Benediktssonar tók
Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra við stöðu forsætis-
ráðherra, en í hans stað var frú Auður Auðuns skipuð
dómsmálráðherra. Hér er um sögulegan atburð að ræða,
því að það er i fyrsta sinn, sem kona gegnir ráðherra-
embætti hér á landi. Frú Auður var einnig fyrsta kona,
sem lauk emhættisprófi i lögfræði við Háskólann hér
(11/6 1935). Hún hefur átt sæti i fjölda nefnda, er fjallað
hafa um löggjafarmálefni, setið í bæjarstjórn Beykja-
víkur og borgarráði, verið forseti bæjarstjórnar árum
saman og um tíma borgarstjóri (ásamt Geir Hallgríms-
syni). Hún hefur setið á Alþingi alllengi.
Frá Háskólanum.
Breytingar á laganámi.
Ný reglugerðarákvæði um nám i Lagadeild Háskólans
voru birt með auglýsingu nr. 81, 13. júlí 1970, og ná til
stúdenta, sem skráðir eru til laganáms eftir 1. júni 1970.
Nokkur sérákvæði eru um eldri stúdenta. Að þessum breyt-
ingum liefur verið unnið síðan 1967 og eru þær verulegar
frá því sem var. Stefnt er að þvi að stúdent Ijúki embætt-
isprófi eftir 5 ár (undanfarið hefur meðalnámstimi verið
6I/2 ár). Þá er og stefnt að því að aðhald við námið aukist,
fjölbreytni verði meiri en verið hefur og að kostur verði
nokkuTTar sénhæfingar þegar líður að námslokum. Mikils-
vert er, að upp eru tekin ákvæði um fram'haldsnám lög-
fræðinga, að vísu í heimildarformi. Það mál hefur verið
rætt á fundum Lögfræðingafélagsins og Lögmannafélags-
166
Tímarit lögfræðinga