Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Qupperneq 4
SKATTA- OG VINNURÉTTUR
í þessu hefti er haldið áfram að birta fyrirlestrana, sem fluttir voru á nám-
skeiði Lögfræðingafélagsins um vinnurétt á s.l. vori. í síðasta árgangi voru
prentaðir fyrirlestrar frá skattaréttarnámskeiði félagsins 1973. Þegar þessi
tvö námskeiðsefni voru valin, var fyrst og fremst hugsað um áhugaverð
lagamál. sem fræðslu skorti um. Eftir á er vert að veita því athygli, að báðir
efnisfloKkarnir mega kallast á mörkum starfssviðs lögfræðinga. Um skatta-
mál fjalla aðrir meira, og þau vinnumál vekja mesta athygli, sem eru stjórn-
málalegs eðlis, — kjarasamningar og verkföll.
Stefnan í skatta- og launamálum er að sjálfsögðu pólitískt mál, og meira
að segia meðal hinna mikilvægustu. Lögfræðin segir ekki til um þessa stefnu.
Hitt er jafnvíst, að stefnumál verða framkvæmd á grundvelli lagareglna. Efnis-
reglur um skatta hafa verið í lögum um aldaraðir, og nú er að aukast skiln-
ingur á bví, að framkvæmd skattlagningar þurfi að bæta frá réttaröryggis-
sjónarmiðum. Til eru æfagamlar lagareglur um vinnumál hér á landi. Þær
reyndust misjafnlega og oft illa, enda voru þær óvinsælar, svo sem sagt er
frá í fyrirlestri Gunnars Sæmundssonar í síðasta hefti tímaritsins. Með lögum
nr 80/1938 var reynt að koma nokkru sniði á kjarasamninga og framkvæmd
verkfalla. Það var jafnvel stofnaður Félagsdómur, sem menn munu flestir
sammála um, að hafi rækt hlutverk sitt vel.
Ekki tjóir að loka augunum fyrir því, að enn má búast við, að lagareglur
um málefni vinnumarkaðarins séu ekki ætíð virtar. Gæti frekari reglusetning
því sýnst lítt árennileg. Sennilega mætti þó ná samkomulagi „aðila vinnu-
markaðarins" um ýmis einstök atriði og auka þar með gengi lögbundinnar
þjóðfélagsstarfsemi á þessu sviði. í jafnhlutlausu riti og Tímariti lögfræðinga
er ekki ástæða til að lýsa í leiðara skoðunum á þessu sviði í einstökum at-
riðum. Hins vegar ætti að veita því athygli, að það væri fremur til hags en
tjóns, ef gengi iagareglnanna á þessu sviði færi vaxandi.
Þ. V.
130