Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Side 6
sviði, svo fremi að um teljandi breytingar á eðli starfsins sé að ræða.
Vinnuveitandi getur þannig t. d. ekki einhliða breytt starfssviði verk-
stjóra og falið honum almenn verkamannastörf, þótt hann haldi verk-
stjóralaunum.
Enda þótt ekki sé um varanlega breytingu á starfinu að ræða, held-
ur aðeins tiltekið afmarkað verk, gildir í rauninni sama meginreglan.
Prentara verður ekki skipað að gera við prentvélina, ef hún bilar, og
verkamanni verður ekki skipað að fara inn í störf iðnaðarmanna.
Þrátt fyrir þessar meginreglur, er það oft svo, að skil milli verka
eru mjög óljós. Meginþorri atvinnufyrirtækja á íslandi eru tiltölulega
lítil, og verksvið hvers starfsmanns því ekki eins afmarkað eins og t. d.
gerist í stærri fyrirtækjum erlendis. Þetta verður að hafa í huga,
þegar metið er, hversu víðtækur réttur starfsmannsins er til að neita
að vinna verk, sem hann telur að falli utan við sitt starfssvið. Ussing
telur í bók sinni„Enkelte kontrakter“ (45. gr., II C), að önnur sjónar-
mið komi til, ef hætta er á að vinnuveitandinn bíði tjón, ekki síst ef
hið yfirvofandi tjón stafar af vanrækslu starfsmannsins. Annað er að
sjálfsögðu upp á teningnum, þegar um er að ræða tjón vinnuveitanda
vegna verkfalls.
Um ríkisstarfsmenn gildir hins vegar sú regla, að skv. 33. gr. 1. nr.
38/1954 er starfsmanni skylt að hlíta breytingum lögum samkvæmt á
störfum og verkahring frá því hann tók við starfi, enda hafi breyt-
ingin ekki áhrif til skerðingar á launakjörum hans eða réttindum.
Sama gildir um breytingar, er yfirmaður ákveður, en þeirri ákvörðun
má skjóta til ráðherra.
Gunnar Eydal hdl., starfsmaður BSRB, var
kynntur lesendum tímaritsins í 4. hefti 1974, en
þá birtist eftir hann greinin „Lögfræðiaðstoð
án endurgjalds". Hér er birtur fyrirlestur, sem
Gunnar flutti á námskeiði Lögfræðingafélags-
ins um vinnurétt 18. maí s.l Fjallað er um
skyldur starfsmanna varðandi verksvið, vinnu-
stað, vinnutíma, yfirvinnu, aukastörf og veik-
indi. Rætt er um hlýðnisskyldu starfsmanna og
loks um réttindi til launa, orlofs og lífeyris-
tryggingar. Aðrir fyrirlestrar frá námskeiðinu
um vinnurétt verða væntanlega birtir í næstu
heftum.
132