Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Síða 7
Um gæði verksins er erfitt að setja fram ákveðnar reglur, en starfs-
maður skal vinna verk sitt miðað við það, sem venja er til í starfs-
greininni, og eftir því sem hæfni hans, menntun og vinnuaðstaða gefur
tilefni til. Ekki eru í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/'
1938 nein ákvæði um gæði verksins. Hins vegar er að finna mjög rúmt
ákvæði um þetta efni í lögum nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins, þar sem segir, að starfsmanni sé skylt að rækja starf
sitt með alúð og samviskusemi í hvívetna, sbr. 28. gr.
Vinnustaðurinn.
Vinnustaðurinn skal vera á þeim stað, sem samið er um, eða sá
staður, sem skv. eðli vinnunnar má telja eðlilegan. Spurning getur
verið um það, hvort starfsmenn séu bundnir af ráðningarsamningi,
ef vinnustaðurinn er fluttur án þess að búast hefði mátt við slíkum
flutningi. Telja verður, að það gefi ekki starfsmönnum tilefni til að
rifta ráðningarsamningum þótt fyrirtæki flytji í nýtt húsnæði í ná-
grenninu, eða innan sama bæjar.
Hins vegar gegnir öðru máli, ef um lengri flutning á vinnustöð er
að ræða, eða flutning í annað sveitarfélag. Samkvæmt dönskum dómi,
U 1956/868 var niðurstaðan sú, að starfsmaður þyrfti ekki að sætta
sig við, að vinnustöð hans væri flutt til annars bæjar 9 km frá fyrri
vinnustað.
Vinnutíminn.
Með lögum nr. 88/1971 var lögfest á Alþingi 40 stunda vinnuvika,
en skv. 2. gr. þeirra laga skulu í viku hverri ekki vera fleiri en 40
dagvinnutímar, sem vinna ber á dagvinnutímabili á virkum dögum
vikunnar, sem aðilar hafa komið sér saman um. Lög þessi segja hins
vegar ekkert um, hvaða vinnuskyldu megi í reynd leggja á starfs-
menn, en kunnara er en frá þurfi að segja, að um langt skeið hefur
á Islandi tíðkast mjög mikil yfirvinna, og hafa yfirvinnutekjur verið
mjög stór hluti af tekjum launþega.
1 5. kafla laga nr. 23/1952 um öryggisráðstafanir á vinnustöðum
er að finna ákvæði um lágmarks hvíldartíma verkamanna o. fl. Sam-
kvæmt 28. gr. skal vinnu þannig hagað, að sérhver verkamaður geti
notið samfelldrar hvíldar frá vinnu sinni, sem sé eigi skemmri en 8
klst. á sólarhring. Þessi ákvæði ná þó ekki til allra verkamanna, þar
sem gerð er undantekning, m. a. um þá, sem vinna að hvers konar
björgunarstörfum, og þá, sem starfa að björgun hvers konar fram-
leiðslu frá skemmdum. í framangreindum undantekningartilfellum
133