Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Page 15
Iðgjöld af biðreikningi þessum verða ekki endurgreidd launþega
nema til kaupa á réttindum í lífeyrissjóði. Heimilt er þó að endur-
greiða iðgjald launþega til hans, þegar hann hefur náð 70 ára aldri,
ef sýnt er, að inneign hans skapi honum engin réttindi til lífeyris af
biðreikningi þessum eða með tilflutningi í aðra lífeyrissjóði. Síðan
segir í úrskurðinum, að um réttindi vegna iðgjaldanna skuli gilda
ákvæði reglugerðarfyrirmyndar lífeyrissjóðsnefndar Alþýðusambands
Islands og Vinnuveitendasambands Islands frá 5. mars 1970. Af þessu
er ljóst, að hér er aðeins um bráðabirgðalausn að ræða, sem gilda á,
þar til starfsmaður fær aðild að lífeyrissjóði. Geta má þess, að nú
stendur yfir endurskoðun á lögum nr. 29/1963 um Lífeyrissjóð starfs-
manna rjkisins.
1 spjalli þessu hef ég reynt að koma inn á nokkur mikilvæg atriði,
sem varða réttindi og skyldur vinnuveitenda og starfsmanna, og
mætti þar auðvitað ýmsu við bæta. Að lokum vil ég þakka lögfræð-
ingafélaginu fyrir það lofsverða framtak að gangast fyrir ráðstefnu
þessari um vinnurétt með von um að ráðstefnan muni glæða áhuga
íslenskra lögfræðinga á því sviði.
HEIMILD ARIT:
Arbejdsret eftir Jens Dagerb0l og Allan Rise. — Dansk Funktionærret eftir H. G.
Carlsen. — Arbejdsret eftir Knud Illum. — Enkelte Kontrakter eftir H. Ussing. —
Kollektiv Arbejdsret eftir Per Jakobsen.
141