Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Page 19
Stjórnin kýs formann Vinnuveitendasambandsins á fyrsta fundi, eftir
að hún hefur verið kjörin, svo og aðra embættismenn. Stjórnarmenn
eru valdir úr sem flestum starfsgreinum innan Vinnuveitendasam-
bandsins, þannig að sem flest sjónarmið eigi þar fulltrúa. Á fyrsta
stjórnarfundi eftir aðalfund kýs stjórnin (fulltrúaráðið) enn fremur
sjö framkvæmdastjórnarmenn úr sínum hópi. Formaður sambandsins
er sjálfkjörinn formaður framkvæmdastj órnar. Sjö menn úr stjórn-
inni eru varamenn í framkvæmdastjórn. Tilnefnir hver aðalmaður í
framkvæmdastjórn sinn varamann. Stjórn Vinnuveitendasambandsins,
sem nú er skipuð 40 mönnum, er í raun alveg hliðstæð fulltrúaráðum
í ýmsum öðrum samtökum. Framkvæmdastjórnin fer með málefni
sambandsins á milli stjórnarfunda, að svo miklu leyti sem hún hefur
ekki falið skrifstofu sambandsins slíkar framkvædir.
1 20. gr. laga sambandsins segir, að engir meðlimir, hvorki deildar-
menn né beinir meðlimir, megi gera samninga við þá, sem hjá þeim
vinna, né heldur stéttarfélag þeirra, nema framkvæmdastjóri hafi,
að því er beina meðlimi snertir, eða deildarstjórnarformaður, að því
er deildarmeðlimi snertir, áður samþykkt, að samningurinn yrði gjörð-
ur. Enn fremur þarf skriflegt samþykki framkvæmdastjórnar til þess,
að félagsmenn megi gera samninga, eða tilboð um samninga, við starfs-
menn sína, sem innihalda:
1. Styttingu vinnutímans.
2. Launahækkun, þar með talin hækkun á borgun fyrir ákvæðisvinnu.
3. Ný lágmarkslaunaákvæði.
4. Frí, með eða án launa.
5. Greiðslur vegna slysa eða sjúkleika fram yfir það, sem lög mæla
fyrir um.
6. Skyldur til að ráða aðeins verkamenn, sem eru meðlimir í verka-
lýðsfélagi, eða aðeins fyrir milligöngu vinnumiðlunarskrifstofu
verkalýðsfélaga.
7. Ákvæði, sem geta gert erfiða þátttöku meðlima í verksviptingu í
samræmi við lög sambandsins.
Enn fremur segir, að enginn félagsmaður megi semja við Alþýðu-
samband íslands án milligöngu framkvæmdastjóra sambandsins.
1 B-lið 21. gr. sambandslaganna eru ákvæði um það, hvernig taka
skuli ákvörðun um verksviptingu eða verkbann, og hvernig það skuli
framkvæmt. Eru allar reglur um slíka ákvarðanatöku mjög strangar
145