Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Page 20
og gera ráð fyrir bæði auknum meirihluta um ákvarðanatöku og að
aukinn meirihluti þeirra, sem ákvörðun eiga að taka, sé mættur, sbr.
21. gr. B, 4. lið. Enn fremur segir, að enginn félagsmaður megi ráða
til sín verkamenn, sem eru í verksviptingu eða verkfalli hjá öðrum
félagsmönnum. Stjórnin getur ákveðið, að sama skuli gilda viðvíkj-
andi verksviptingu eða verkfalli erlendis. Ef verkfall eða verksvipting
verður hjá einhverjum meðlimi Vinnuveitendasambandsins, skal hlut-
aðeigandi, ef hann telur ástæður til, eða framkvæmdastj óri krefst
þess, senda skrifstofu sambandsins skrá yfir verkamenn þá, sem hlut
eiga að máli, með fullu nafni og bústað. Enn fremur eru ákvæði um
það að senda skuli út undir vissum kringumstæðum lista til félags-
manna yfir menn, sem eru í verkfalli. Þá segir, að framkvæmda-
stjórnin geti, þegar vinnustöðvun stendur yfir, eða er yfirvofandi,
bannað félagsmanni að hafa viðskipti við tiltekna menn, eða á sér-
staklega ákveðnum sviðum, svo sem að selja tiltekna vörutegund, og
gjört aðrar slíkar ráðstafanir, sem hún telur nauðsynlegar, vegna að-
stöðu félagsmanna í vinnudeilum. Ef einhver utan sambandsins vinn-
ur á móti hagsmunum félagsmanna, sem eiga í vinnustöðvun, eru
félagsmenn skyldir skv. sambandslögunum til að hafa engin viðskipti
við hann, meðan á vinnustöðvuninni stendur. Sambandsstjórnin getur
samþykkt, að sama skuli einnig gilda, eftir að vinnustöðvun er lokið,
annaðhvort um tiltekinn tíma, eða þar til sjálf sambandsstj órnin af-
léttir slíku viðskiptabanni. Brot á lögum þessum eða löglega gerðum
samþykktum innan félagsins verðar sektum. Geta þær numið allt að
hálfri milljón króna fyrir hvert brot.
Eins og sjá má af þessu, er miðstjórnarvald Vinnuveitendasam-
bandsins yfir félagsmönnum sínum í sambandi við gerð kjarasamn-
inga mjög mikið og afmarkað. Vinnuveitendasambandið telur slíkt
nauðsynlegt í viðleitni sinni til að samræma kaup og kjör hliðstæðra
starfsstétta sem mest um land allt. Til að auðvelda slíka samræmingu
hefur Vinnuveitendasambandið þráfaldlega leitað eftir því við Al-
þýðusambandið, að það gerði heildarsamninga fyrir félagsmenn sína
um allt landið, en hefur fengið þau svör, sem að vísu eru rétt, að að
óbreyttum lögum Alþýðusambandsins hafi það ekki vald til að gera
slíka samninga, þar sem samningsrétturinn sé í höndum hvers ein-
staks verkalýðsfélags.
Um uppbyggingu Vinnuveitendasambands Islands út á við vil ég
aðeins segja þetta: Samkvæmt lögum og samningum á Vinnuveitenda-
sambandið fulltrúa í ýmsum stjórnum og nefndum sem þýðingu hafa
fyrir hagsmuni f élagsmanna. Má m. a. nefna:
146