Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Page 23

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Page 23
arinnar er aS styrkja samvinnu við samtök lögmanna í öðrum löndum og koma á nýjum samböndum, eftir því sem æskilegt verður talið. ATHYGLISVERÐUR DÓMUR var nýlega kveðinn upp í Hæstarétti í máli, þar sem úrskurði stjórnar Lög- mannafélags islands um endurgjald fyrir lögmannsstörf starfsmanns í stjórn- arráðinu hafði verið skotið til Hæstaréttar. Stjórn L.M.F.I. hafði komist að þeirri niðurstöðu, að ágreiningur milli stjórnarráðsstarfsmanns þessa og stjórnarráðsins ætti ekki undir úrskurð stjórnar L.M.F.I. Þennan skilning sam- þykkti Hæstiréttur og segir svo í dómi réttarins: „Samkvæmt 1. gr. reglu- gerðar nr. 32, 10. febrúar 1971, sem sett er samkvæmt heimild í 23. gr. laga um málflytjendur nr. 61/1942 er lögfræðingum, sem starfa í stjórnarráði óheimilt að stunda málflytjendastörf, meðan þeir gegna slíkum störfum. Gildir þetta jafnt þótt viðkomandi lögfræðingur hafi fengið leyfi til málfiutnings samkvæmt lögum nr. 61/1942. Samkvæmt 2. grein reglugerðarinnar er lög- fræðingum í opinberu starfi, sem ósamrýmanlegt er málflytjendastarfi samkv. 1. gr. reglugerðarinnar, heimilt að annast málflutningsstörf fyrir stofnun þá, er þeir vinna hjá. Verður ekki talið, að stjórn Lögmannafélags islands hafi úrskurðarvald um þóknun fyrir slík störf skv. 8. gr. laga nr. 61/1942. Sam- kvæmt því ber að staðfesta hinn kærða úrskurð." Skúli Pálsson MINNISVARÐI VIÐ BREIÐABÓLSTAÐ Laugardaginn 22. júlí s.l. safnaðist saman nokkur hópur manna við Vestur- hópsvatn, þar sem heimreiðin liggur að Breiðabólstað í Vestur-Hópi frá vatn- inu. Þarna voru samankomnir lögmenn og gestir þeirra. Erindi þessa hóps þarna við vatnið var að vera viðstaddur afhjúpun minnisvarða, sem Lög- mannafélag íslands hefur látið reisa á bökkum Vesturhópsvatns í landi Breiðabólstaðar. Minnisvarða þennan hefur félagið reist nú á 1100 ára afmæli islandsbyggðar í tilefni þess, að á Breiðabólstað var fyrst gerð heildarskrán- ing íslenskra laga veturinn 1117—1118. Athöfnin hófst með því, að formaður Lögmannafélags íslands, Páll S. Páls- son hrl. ávarpaði gesti, en meðal þeirra voru Benedikt Sigurjónsson forseti Hæstaréttar og frú, Baldur Möller ráðuneytisstjóri og frú og fulltrúi þjóðhá- tíðarnefndar 1974, Egill Sigurgeirsson hrl. Páll S. Pálsson rakti í snjallri ræðu heimildir þær, sem til eru um þann merkisatburð, er islandslög voru fyrst í letur færð. Einnig rakti hann sögu Breiðabólstaðar og sögu þess höfðingja, sem að rituninni stóð, Hafliða Mássonar. Ræða formannsins er birt hér á eftir. Að lokinni ræðu formanns, sem góður rómur var að gjör, fól hann fjög- urra ára dótturdóttur sinni, Melkorku, að afhjúþa minnisvarðann, sem hún gerði með prýði. Þegar minnisvarðinn hafði verið afhjúpaður, kvaddi sér hljóðs fulltrúi þjóð- hátíðarnefndar, Egill Sigurgeirsson hrl., og flutti Lögmannafélagi íslands þakkir þjóðhátíðarnefndar 1974 fyrir framtak þess og kvað nefndina fagna þessari framkvæmd félagsins. Ávarp hæstaréttarlögmanns er einnig birt í heild sinni hér í blaðinu. 149

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.